Mánudagur 08.11.2010 - 20:10 - Lokað fyrir ummæli

Jón Gnarr frábær!

Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu.  Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er.  Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel.  Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins.  Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum.  Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.

P.s.  Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Það er ekkert skrýtið að fólk æsi sig yfir þessari aðdáun á Gnarr.

    Ég kenndi í nokkur ár í unglingadeild grunnskóla og fékk nóg af útúrsnúningum og svörum út í hött á þeim árum – þessi meinta fyndni Jóns Gnarrs er mjög í stíl við það sem meðalnemandi í 9. bekk, sem langar að vera leiðinlegur, myndi nota (auðvitað brosti maður stundum).

    En það er bara ekkert stórkostlegra við hann en það og aðferðin hans skilar engu.

  • Jón Gnarr er óslípaður demantur sem á eftir að glitra skært á himni stjórnmálanna.

    Andstæðingar Besta Flokksins eru í slæmri smjörklípu.
    Þeir vita ekkert hvernig á að bregðast við þessu.
    Allt í einu kemur maður utan úr bæ, sem fólkið kaus og truflar klíkuna við kjötkatlana.

    Hanna Birna er eins og brunahani.
    Málbunan stendur út úr henni langar leiðir, ekkert nema lýðskrum og lygi.

    Sóley Tómasdóttir situr kengbogin í sjónvarpssal eftir kosningarnar og leikur fórnarlamb. Hún er ofsótt af vondum kjósendum sem skilja ekki að henni finnst skrýtið að eignast Sóleyjarson.

    Hugsa sér alla vitleysingjana í gamla SS draugaflokknum sem dýrka skíthælinn, þjóðníðinginn og stríðsglæpamanninn sem situr í Hádegismóum og hendir skít í fólkið.

  • Guðmundur

    Þætti vænt um að vita hvernig þér tekst að tengja Olíufélögin inn í þessa umræðu. Við vitum öllum tengsl N1 og Sjálfstæðismanna, en hver eru önnur tengsl? Ég veit ekki til annarra tengsla og þætti áhugavert að heyra um slíkar tengingar. Ertu ekki að vitna í ævagamlar tengingar sem eru löngu dauðar?

  • Ég hélt að Jón Gnarr hefði gert út það að dýrin í Hálsaskógi yrðu vinir – það hefur honum mistekist hrapallega.

    Það er eins og kalda stríðið sé aftur brostið á í Ráðhúsinu.

    Mér er ekki illa við manninn, hann er frábær gamanleikari. En það er orðið átakanlegt að sitja fastur í þessum eina brandara með honum.

    Bíómyndin er búin.

Höfundur