Mánudagur 08.11.2010 - 09:48 - Lokað fyrir ummæli

Um vináttuna!

Vinátta er ,,stofnun“ í okkar samfélagi sem hefur farið svolítið á flakk.  Hugtakinu hefur verið stolið af peningavélum eins og facebook og raunar með almennri orðnotkun eins og ,,vinalína“ Rrauða Krossins.  Þá eiga hjón eiga að vera ,,vinir“ samkvæmt tískunni og um leið er hjónahugtakið sett á flakk.  Svo hefur vináttuhugtakið fengið á sig spillingarstimpil af því að menn misnota vináttuna með því að hlaða undir vini sína sem eru auðvitað ekki vinir heldur kunningjar eða lagsbræður.

Það er skaði að við skulum ekki hafa haldið vináttuhugtakinu eins og það t.d. notað í Njálu sem sambandi tveggja einstaklinga (þó hugsanlega geti þeir verið fleiri).  Sambandi sem er sérstakt. Samband sem er ekki hjónaband (það eru þau tengsl og geta alveg jafnast á við vináttu en getur aldrei verið það sama), ekki samband föður og sonar eða móður og dóttur eða kunningja á facebook heldur samband yfirleitt tveggja sem á sér djúpar rætur og þá yfirleitt ekki í gegnum blóðtengsl (það eru þau tengsl sem geta alveg jafnast á við vináttu en öðruvísi þó) og er virkt og nært og nær í sínu besta formi út yfir gröf og dauða.

Ég set hér neðanundir úr formála eftir sjálfan mig úr gamalli ritgerð um vináttu.  Hugtakið ,,friendship“ er þar tekið til kostanna og samsvarar að mínu viti hugtakinu ,,vinátta“ á  íslensku.

,,For Aristotle friendship is essentially for life.  ,,…..with  the exception of wisdom, no better thing has been given to man by the immortal gods“ Laelius states in Cicero’s,,De Amiticia.“ As part of our Greek cultural heritage the friendship of Orestes and Pylades becomes part of our socialization.  They were playmates in childhood, sworn comrades in youth, ever held each other dearer than life.  Pylades showed that this was more than an oral pledge. When Orestes was doomed to death he declared he was Orestes.  The most famous pair of friends in Greek litterature is Achilles and Patriculus.  They were educated together in boyhood.  They ran together in the chase, and fought side by side in many battle.  When Patroculus was slain the grief of Achilles was boundless.  After his own death their ashes were mingled.  The story of the warrior Gunnar and the wise man Njál  shows the author´s thoughtful understanding of friendship.  For example in the words: ,,Your gifts are good, but of still more worth to me is your friendship.“  Gifted thinkers of all times have given this relatoinship a considerable thought. Sometimes is friendship fashionable, sometimes it is the victim of people’s prejudices towards gay people.  But for most people friendship is just one of these indespensible parts of life you do not notice until it turns sour.  It is with friendship as with water.  You drink it, and as long as the water is not dirty you enjoy drinking it without giving it much thought.“

Góðan daginn!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • stefán benediktsson

    Burtséð frá „chauvinismanum“ fannst mér gaman að lesa á sínum tíma í National Geographic, að mig minnir, um tvo nágranna-ættbálka í Eyjaálfu sem aldrei höfðu farið í stríð en karlmenn ættbálkanna gerðu ekkert annað en að upphugsa og föndra gjafir handa hvor öðrum. Þannig viðhéldu þeir vináttunni og friðnum. Mikilvægt var að trompa ekki gjafir hvors annars því það gat verið móðgandi. Konur báru svo hitann og þungann af daglegu lífi.

  • Hefur virkilega enginn nefnt „Vinaleið“ ríkiskirkjunnar til sögu hér? Voðalegum erum við trúleysingjarnir orðnir slappir í athugasemdum hjá þér 🙂

Höfundur