Föstudagur 05.11.2010 - 10:12 - Lokað fyrir ummæli

Deildarskiptara fjölmenningarsamfélag!

Mesta hættan við hægrisinnaða öfga rasistaflokka í Evrópu er að fulltrúar meginflokka fara að draga dám af málfari þeirra og það smitast líka inn í fjölmiðla.  Orð Angelu Merkel um að fjölmenningarsamfélagið hafi misheppnast eru dæmi um slíkt.  Hún er fyrst og fremst að höfða til þess hóps sem gæti hrokkið úr flokki hennar hægra megin.

Fávísir stökkva á þessi orð og vilja snúa til baka í gömlu hólfin. Það er ekki hægt. Fjölmenningarsamfélagið er þarna alveg eins og ég sem sit hér við skriftir.  20-30% íbúa flestra evrópuríkja eru af erlendu bergi brotnir í fyrsta eða annan lið eða tengjast slíkum fjölskylduböndum.  Það á jafnt við um tyrki í Þýslkalandi tai hérlendis, sómala í Noregi, búlgara í Ungverjalandi og áfram í það óendanlega.  Það sem gerst hefur er að ,,samlögunin“ hefur ekki gengið eins margir hugðu.  Fólk heldur fastar í uppruna sinn en margir gerðu ráð fyrir.  Þeir sem fyrir eru gera einnig óraunsæar kröfur um aðlögun. Fjölmenningarsamfélagið er því deildarskiptara en talið var að yrði. Það er samt sem áður staðreynd og er á flesta lund frábært fyrirbrigði og miklu skemmtilegra og verðmætara en að hafa alla í einhverjum ríkishólfum eftir litarhætti, trú og uppruna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • stefán benediktsson

    Merkel var fljót að átta sig á mögulegum afleiðingum orða sinna og var mætt í búningsklefa hálfnakinna fótboltamanna og farin að hrista tyrkneska útlimi þeirra fáum dögum seinna.

  • Unnur Dís Skaptadóttir sagði í fréttatíma sjónvarpsins, með bók í hönd, að Angela Merkel hefði misskilið hugtakið „fjölmenning“. Angela er kannski búin að fara á námskeið hjá Unni.

    Spurning að senda fleiri þjóðarleiðtoga í Evrópu á slíkt námskeið. Við Íslendingar vitum svo mikið um þessi mál, eins og bankamálin hér forðum, og erum alltaf tilbúnir að vera fyrirmynd annarra.

Höfundur