Fimmtudagur 04.11.2010 - 17:34 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindaverðir nútímans!

Með lýðskrumstillögum sínum og neitun á samráði sá Sjálfstæðisflokkurinn til þess að pendúllinn sveiflast nú með ríkisstjórninni.  Það er verðskuldað.  Misheppnuð mótmæli í dag staðfesta þetta. Þessi ríkisstjórn er líka að standa sig.  Jóhanna má vera ákveðnari. Við þurfum hvort tveggja í senn. Meira lýðræði og ákveðna leiðtoga. Og mannréttindasinnar innan VG þurfa að átta sig á því að ESB og Evrópuráðið eru helstu mannréttindaverðir nútímans.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Katrín Eymundsdóttir

    Hvað er lýðskrumið Baldur? Má ekki taka þessar tillögur til málefnalegrar umfjöllunar? Er það svo að við sem teljum aðrar leiðir betri en stjórnvöld eru að fara séum lýðskrumarar? Þú ert ef til vill sammála Svandísi Svavarsdóttur um að við eigum bara að sitja og þegja. Er það þetta sem þú kallar meira lýðræði? Ég hef grun um, því miður, að Jóhanna og Steingrímur hafi annað hvort ekki hæfileika eða nógu mikinn áhuga til að koma á raunverulegu samráði.

  • Sjálfstæðisflokkurinn. Lýðskrum. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar?

    Nei, allt önnur umræða 🙂

  • Svo öllu sé til skila komið þá er vert að benda á að Mannréttindadómstóll Evrópuráðsins er ekki á vegum Evrópusambandsins. Hvort ESB sé helsti útvörður mannréttinda í álfunni er til umræðu…

Höfundur