Fimmtudagur 04.11.2010 - 11:11 - Lokað fyrir ummæli

Dökk framtíð, heldur betur.

Glöggur vinur minn sem er á leið til Noregs undrast það að ég skuli voga mér að vera hér áfram barnanna minna vegna. Hann fullyrðir að íslendingar eigi eftir að skrapa botninn í nokkrar kynslóðir. Landflóttin sé byrjaður. Menntafólk flýi skerið en ómenntaðir innflytjendur komi í staðinn.  Þeir sem hafa það skást munu alltaf setja hömlur á að jafnokar þeirra í einhvers konar sérfræði flytji inn.  Að auki eru launin svo lág að aðeins þeir sem ekki eiga neina aðra kosti koma hingað. Við erum þegar orðin láglaunaland, segir hann.  Fjöldinn lepur dauðann ú skel á meðan útvaldir hafa það gott.  Við eruð þegar farin að finna fyrir læknaskorti, hélt þessi vinur minn áfram.  Það er þegar skortur á krabbameinslæknum og öðrum sérhæfðum læknum. Þeir sem fara í hjartauppskurð eru sendir heim samdægurs.  Í farvatninu eru átök og illdeilur sem verða ávallt þegar samfélögum hnignar.

Ég var að hugsa þetta þegar ég ók suðurlandið í gær í fallegri frostbirtunni. Það er ábyggilega líka fallegt í Noregi hugsaði ég þegar ég fann að þjóðerniskenndin var að ná tökum á mér.  Ég finn samt að ég er ekki á förum strax þó að heimiliskennsla í norsku hafi verið efld.  Ég ætla að vera hér áfram og styðja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hleypur ekki eftir lýðskrumi þeirra sem settu hér allt á hausinn og ættu að skammast sín.  Og ég bind enn vonur við það að mannréttindafólkið í VG sjái ljósið og láti af þessari heimóttarlegu afstöðu sinni gegn ESB.  Við þurfum að vera fullgild í hópi Evrópuþjóða.  Afkomendur okkar munu ekki líða það að búa ekki við sömu leikreglur og tíðkast með öðrum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Bragi:

    Þú ert að missa af pointinu með þessu. Að ganga í ESB er ekki okkar leið til að leita til mæðrastyrksnefnar. Ísland er að dragast aftur úr. Íslendingar eru orðnir fórnalömb. Ungt fólk er að lenda í því að vera með lág laun en lán sem hækka og hækka. Það mun ekki sætta sig við það til lengdar. Þetta er stórt vandamál og það að sækja um og fara í ESB er okkar leið til að styrkja okkur svo Ísland verði ekki fórnalamb áfram.

  • Bragi: Vandamálin í landinu er ekki atvinnuleysi. Það er 6-7% atvinnuleysi sem er vissulega mikið. EN stóra vandamálið er að þeir sem eru með vinnu eru að verða fátæk. Fólk getur ekki borgað lánin sín, keypt mat og lifað í landinu, jafnvel þótt það sé með vinnu, endar eru 93-94% fólksins með vinnu.

    Glúmur: Ég skil ekki alveg. Þú ert að borga mest í heimi fyrir lánin þín. Það er engin sem fær eins vond kjör og þú og aðrir Íslendingar. Matvælaverð mun lækka við inngögnu í ESB, þetta er einfaldlega staðreynd frá neytendasamtökunum. Og launin þín mæld í evrum eru með þeim lægstu í Evrópu. Hvaða hagsmuni hefur þú af því að halda öðru fram. Ég meina ef þetta sem ég segi hér að ofan er svo satt (sem það er) þá tapar þú bara persónulega af þessu, þarft að vinna meira, fyrir minna kaupi og lifir við lægri lífsgæði.

  • Það þarf framleiðslu og skatta nokkura verkamanna til að standa undir einum menntamanni, svo líklega er það bara þjóðhagslega hagkvæmt að nokkrir menntamenn flytji úr landi í nokkur ár en við fengjum í staðinn fullt af ómenntuðum erlendum verkamönnum til landsins.

Höfundur