Mánudagur 01.11.2010 - 21:05 - Lokað fyrir ummæli

Ígrundaðar lausnir mínar á vandanum!

Ef ég væri við stjórnvölinn  myndi ég auka þorskkvótann um 35 þúsund tonn.  Ég myndi skapa 22 þúsund störf, auka hagvöxt, lækka skatta, lækka greiðslubyrði fasteignalána um helming, tryggja kvótakerfið í sessi, hefja framkvæmdir í Helguvík, koma af stað orkufrekum iðnaði á Bakka, endurskipuleggja skuldir fyrirtækja, hagræða í grunn- og framhaldskólum, hafa hallalus fjárlög, útrýma fátækrargildrum í lífeyris- og bótakerfum.  Svona myndi ég einfaldlega halda áfram þar til ég væri kominn upp í 41 atriði.  Þetta er ekki flókið. Það getur ekki verið að´fólk vilji ríkisstjórnina þegar ég býð þetta.  Nú er bara að koma sér á þing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Er ekki betra að klóna bara Tryggva Þór Herbertsson?

  • Þar sem að mér rennur í grun (sökum yfirburða gáfna minna) að um háð sé að ræða – þá er ekki úr vegi að spyrja: Hvað vilt þú þá gera? Ekki neitt líkt og verið er að gera nú af miklum móð? Eða eitthvað annað?

    PS. Eitthvað annað verður álitið afskaplega klént svar.

  • Baldur Kristjánsson

    Ég veit það ekki, en mér finnast tillögur Sjálfstæðismanna lykta af lýðskrumi. Þakka þér fyrir gáfur þínar. Satt að segja halda flestir að mér sé alvara – það sýnir hvað háðið er misheppnað. Maður á sína vondu og góðu daga. Bkv. B

  • Adalsteinn Agnarsson

    Lærum af Færeyingum, sendum 50 til 60 frystiskip út fyrir 200 mílur,
    til að ná í fisk!
    Þá má stórauka strandveiðar og gefa handfæra veiðar frjálsar, þetta
    mundi leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!

Höfundur