Sunnudagur 31.10.2010 - 17:17 - Lokað fyrir ummæli

Snilldarverk Gamla Testamentið!

Gamla Testamentið er frábært safn bóka -39 rit frá ýmsum tímabilum. Margt misjafnt að finna þar en hreinar perlur inn á milli. Sagan af Jósef og bræðrum hans í 1. Mósebók er þar framarlega í flokki.  Snilli um góðæri, kreppu, föðurást, öfund, fyrirgefningu og ábyrgð.  Prédikarinn er líka frábært spekirit, Rutarbók, mögnuð ástarsaga, orðskviðir Salómons uppfullir af viti og í öllum bókunum frábærir kaflar.  Gamla Testamentið er trúarbók Gyðinga og Kristnir tóku hana (í leyfisleysi?)inn í safn sitt.  Látum trúarlega gildið liggja á milli hluta en snilldarlegt bókmenntaverk er Gamla Testamentið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Abraham, Móses, Davíð o.fl. hebreskir leiðtogar voru í raun Egypskir Faraóar. Móses var Tukmoses III, Abraham var Ahmenhotep o.s.frv.

    Little do you know.

    ..og Jesús var að öllum líkindum sonur Kleópötru og Júlíus Ceasars, sendur til Indlands með frændfólki sínu, Jósep og Maríu, þar sem hann nam búddhisma (týndu árin) þar til hann snéri tilbaka. María Magdalena var hálfsystir hans og eiginkona.

  • Baldur Kristjánsson

    Það er fróðlegt þegar maður skrifar svona pistil um bókmenntagildi G.T. þá kviknar í flestum, þó ekki öllum einhver trúarafneitunarbarningur. Sýnir með öðru hvað fólk er óöruggt með sig. Taki þeir til sín sem eiga. Bkv. B

  • Trúarafneitunarbarningur? Óöryggi? Hvað sem fær þig til að líða betur með sjálfan þig. Verði þér að góðu, kallinn.

Höfundur