Miðvikudagur 17.11.2010 - 13:29 - Lokað fyrir ummæli

Orðsending til frambjóðenda!

Í skýrslu sinni um Ísland frá 13. febrúar 2007 beinir ECRI, sem er sú nefnd á vegum Evrópuráðsins sem berst gegn kynþátta­fordómum og kynþáttamisrétti, því til íslenskra stjórnvalda að þau styrki, geri skýrari, þau ákvæði stjórnarskrár sem vernda eða eiga að vernda fólk gegn kynþáttafordómum og kynþáttamismunun. Yfirvöld hér sýnist mér voru á því að 65. greinin veitti nægilega vernd gegn slíku, en það var þá. 65. greinin hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Allir virðast sammála um það nú að 65. greinin þurfi að vera miklu ítarlegri og koma framar í stjórnarskrána, jafnvel fremst. Og ég bið ykkur ágætu verðandi stjórnlagaþingmenn að vera óhrædd við að nota orðin kynþátta­fordómar og kynþáttamismunun (sem felur í sér uppruna, litarhátt og trú), ekki hræðast þau eða telja þau óþörf. ECRI vitnar til „general Policy Recommendation No. 7″ sem ég bið ykkur að kynna ykkur á vef Evrópuráðsins (http://.coe.int)(aths. rétt vefslóð í athugasemd 3 hér að neðan) þar má einnig sjá og lesa þau tilmæli sem ég vitna til og finna má í 3ju skýrslunni um Ísland.

Ég lofa því að íhuga það vandlega að mæra hvern þann sem sýnir þessu máli skilning og áhuga.

Þarna er ábending frá einni virtustu sérfræðinga­nefnd Evrópuráðsins. Íslendingar hafa hingað til ekki beinlínis hlaupið til vegna athugasemda að utan. En kannski er kominn tími til enda ábendingin í fullu samræmi við þá hugsun sem nú er uppi.

(greinin birtist í Fréttablaðinu í dag)(varðandi vefslóð) sjá athugasemf nr. 3 hér að neðan

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Veit ekki hvort „hvað mér finnst“ er beint til mín..

    En ég get alveg tekið undir það að hugleiða ráðleggingar og tók tíma í að fara í gegnum skjalið, sem er að mörgu leyti mjög gott og góð tilraun til að skilgreina.

    En áskil mér auðvitað alltaf rétt til að hafa aðra skoðun, þeas. finnast eitthvað annað en sérfræðingum. Sama hversu margir þeir eru.

  • Baldur Kristjánsson

    Allt í góðu lagi. Kv. B

Höfundur