Laugardagur 31.03.2012 - 23:32 - Lokað fyrir ummæli

Að gifta með góðri samvisku!

Það segir sig nokkuð sjálft að aðeins tímaspursmál er hve lengi prestum og yfirleitt þeim sem framkvæma opinberar athafnir eða annast einhvers konar þjónustu líðst að mismuna fólki eftir kynhneigð.  Þetta sér meirihluti Dana og þetta sjá í raun og veru allir sem hugsa málið.  Röksemdir eins og þær að trúaratriði sé að mismuna megi fólki eftir kynhneigð, það sé félagslegt atriði eða partur af þjóðarsál eða kirkjuvenju að vísa megi fólki frá vegna kynhneigðar halda auðvitað ekki vatni og eru yfirleitt settar fram til að vinna tíma.  Kirkjan ætti auðvitað að taka af skarið sjálf  og sýna að hún giftir ekki samkynhneigt fólk með hangandi hendi, allir þjónar hennar geri það með sama geði og um gagnkynhneigt fólk væri að ræða eða leyni lund sinni ella.

Samkynhneigt fólk er víða ofsótt og drepið í veröldinni. Það líður fordóma hér á landi. Að tala um þjónustu við það sem samviskuspursmál elur á þeim fordómum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur