Þriðjudagur 03.04.2012 - 08:55 - Lokað fyrir ummæli

Rétturinn til mismununarleysis!

Fólk á að halda fram réttinum til mismununarleysis. Í því felst að sérhver manneskja á óskoraðan rétt á því að henni sé ekki mismunað af nokkurri ómálefnalegri ástæðu. (Kyn gæti verið málefnaleg ástæða þegar ráðinn er baðvörður). Þetta á ekki bara við um ríki eða sveitarfélög heldur hvern þann sem annast hvers konar þjónustu við almenning  hvort sem er leyfi til að gifta eða reka skemmtistað.  Þetta á við á öllum sviðum. Rétturinn til mismununarleysis á við um  húsnæði, atvinnu, menntun, heilbrigðisþjónustu o.s.frv.  Mannréttindasinnuð íslensk stjórnvöld ættu að innleiða samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála evrópu til þess að tryggja rétt Íslendinga til mismununarleysis.

Ekki síst út af  nýjustu tíðindum af launamisrétti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur