Miðvikudagur 28.03.2012 - 19:11 - Lokað fyrir ummæli

Eftirsjá af Pétri Kr. Hafstein

Það  er áfall fyrir kirkjuna að missa Pétur Kr. Hafstein úr stöðu forseta Kirkjuþings sem er lykilstaða í kirkju sem er að fóta sig í sjálfstæðisátt í heimi  sem er kirkju ekki alltaf auðveldur.

Pétur þessi silkmjúki, vel klæddi fyrrum hæstaréttardómari stjórnaði Kirkjuþingi af viti og víðsýni  og enginn hafði neitt í hann á heimavelli hans, heimi laga, reglugerða og fundarskapa. En hæfileiki hans til að leiða mál til lykta vó þó þyngst og hann hafði áhrif langt umfram stöðu sína. Sannkallaður kirkjuhöfðingi Pétur Kr. Hafstein og vonandi eigum við Sunnlendingar eftir að njóta krafta hans og hans ágætu konu sem lengst en saman hafa þau rekið menningarhús á Stokkalæk í Rangárvallasýslu.

Ekki kem ég auga á neinn Kirkjuþingsmann sem gæti fyllt skarð það sem Pétur skilur eftir sig og undirritaður gefur ekki kost á sér til starfans.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur