Þriðjudagur 27.03.2012 - 16:33 - Lokað fyrir ummæli

Hvað kom fyrir Jón Magnússon og hvenær gerðist það?

Jón Magnússon fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins vandar mér ekki kveðjurnar á bloggi sínu eftir að ég gagnrýndi meðferð KSI á tveimur ungum drengjum:  Jón lögfræðingur með meiru hoppar beint á það að níða mig niður sem prest í stað þess að rökræði málið af skynsemi (menn geta séð pistla mína hér að ofan):

 ,,Baldur Kristjánsson prestur þjóðkirkjunnar virðist ekki átta sig á inntaki kristinnar trúar um umburðarlyndi og fyrirgefningu…..hann krefst þess að sá sem vísaði til litarháttar hins leikmannsins verði beittur þungum refsingum“ (Þetta er uppspuni í Jóni).

Hann reynir að gera lítið úr öðru helsta ævistarfi mínu:

,,Baldur telur sig vera sérfræðing….endur fyrir löngu kosin í nefnd…….sérfræði hans virðist þó af skornum skammti“

Og Jón sem hleypir ekki að kurteislegri athugasemd frá mér hleypir þessu hins vegar að:

 ,,……þessi vesalings prestur sér bara það ljóta í fari mannsins hvert sem hann lítur og þar þrífst ekki fyrirgefning eða mannúð.  Öfgamaður í pólitískri rétthugsun, hrokafull og hefnigjörn afstaða sem ætti að nægja til að setja hann frá embætti“

 Yfir þessi komment og fleiri leggur Jón blessun sína en hleypir ekki að eftirfarandi athugasemd frá mér:

 ,,þú ættir að lesa pistilinn minn Jón minn ágætur. Ég gagnrýni það að leikmenn séu settir í leikbann. það á að bregðast við með fræðslu. Ég hins vegar gagnrýni mismuninn á dómunum. Við gerum of lítið með andlegt ofbeldi þ.m.t. rasisma. Svo legg êg til að félögin beri meiri ábyrgð. Allar mínar leiðbeiningar eru í samræmi við leiðbeiningar Evrópuráðsins.

 Lestu svo líka pistlinn minn frá í morgun. Kær kveðja. Baldur”

 Jón mun sjálfsagt segja að hann hafi verið upptekinn á Útvarpi Sögu eða einhvers staðar. Það breytir því ekki að hann hefur látið óhroðann um mig standa daglangt. Ef þetta er ekki að fara í manninn þá veit ég ekki hvað.

 Er nema von að ég spyrji:  Hvað kom eiginlega fyrir Jón Magnússon þennan indæla unga fallega formann stúdentaráðs (með sögulega nafnið) fyrir 45 árum og hvenær gerðist það?

(Niðrandi athugasemdir um Jón Magnússon ekki leyfðar hér en kurteislegar athugasemdir má gera á facebooksíðu minni)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur