Þriðjudagur 27.03.2012 - 09:34 - Lokað fyrir ummæli

Um rasisma og knattspyrnu að gefnu tilefni!

Knattspyrnusamband Íslands þarf að taka mjög skipulega á rasisma og koma sér upp verklagsreglum í málaflokknum.

Þar á m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái  fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum.  Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn.

Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangegnu námskeiði.

Vafasamt er að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum.  Fræðsla er á því stigi árangursríkust.

Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt ekki verri en félagarnir en endurspeglar menningu sína.  Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar.

Mjög mikilvægt er að vinna vel í þessum málaflokki því að knattspyrnumenn eru fyrirmyndir.

Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma.  Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarrafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki.

Rasismi kumrar í yfirborði samfélags.  Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður  sem einstakt  tilvik.

Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessu málaflokki.  Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga.

(Höf. er sérfræðingur í ECRI og áhugamaður um knattspyrnu )

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur