Mánudagur 26.03.2012 - 08:58 - Lokað fyrir ummæli

Kynþáttaníð. Gerum félögin ábyrg!

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ætti e.t.v.  að segja af sér. Hún virðist líta miklu alvarlegri augum kýlingar og spörk en grímulaust kynþáttaníð á leikvelli.  Þeir KSÍ menn hafa áður legið undir ámæli fyrir linku og mál að linni.  Undirritaður sem hefur fengist við kynþáttaníð í Evrópu í hálfan annan áratug  m.a. á fótboltavöllum býður fram sérfræðiaðstoð sína.  Í fullri alvöru, því það skiptir miklu máli fyrir framtíð fótboltans á Íslandi og framtíð Íslands hvernig þetta er tæklað.   

Sennilega  átti hvorugur drengjanna að fá leikbann. Best var etv. að dæma þann sem viðhafði ummælin í kennslustundir og  þann sem fyrir níðinu varð í námskeið í reiðistjórnun. Félag orðhákssins átti síðan að dæma í tveggja milljón króna sekt.  Það er besta forvörnin að gera félögin ábyrg.  Síðast en ekki síst snertir málið uppalendur drengsins foreldra og skólasamfélag.

 (Hluti greinar er í viðtengingarhætti því aðeins er byggt á blaðafréttum. Athugasemdir má gera á facebókarsíðu minni.  Hef tekið út rasistaorðið þar sem ég þykist vita að orðhákurinn sé fórnarlamb samfélagsmeins og sé ekki slæmur per se).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur