Laugardagur 17.03.2012 - 15:05 - Lokað fyrir ummæli

Hugmyndafræðingur kastar grímunni!

 

Örvar Arnarson gerir í grein í Þjóðmálum grín að ,,krúttunum“ sem í skjóli vinstri stjórnar halda að þeir geti innleitt himnaríki á jörðu. Það sé ekki hægt segir Örvar og tekur þar með undir viðhorf hefðbundinnar guðfræði.  Guðfæðin bendir hins vegar á að manneskjan hljóti að vinna að þessu marki þ.e. gera lífið hér eins gott og hægt er fyrir sem flesta. það eru ,,krúttin“ greinilega ad fást við eins og flestir sem aðhyllast jöfnuð og réttlæti. Það hljóta að teljast tíðindi þegar hægri sinnaður hugmyndafræðingur gerir grín að þessu  markmiði sem í orði kveðnu  a.m.k. er sameiginlegt verkefni stjórnmálanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur