Færslur fyrir mars, 2012

Föstudagur 16.03 2012 - 11:28

,,Kellingin“ að gera sig!

Svei mér þá ég hef sennilega haft rétt fyrir mér þegar ég fyrir ári síðan taldi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur væri ein sú besta frá stríðslokum. Jafnaði henni við Viðreisnarstjórnina á upphafsárum hennar, minnir mig.  Enn þjáumst við vegna þess hvað Íslandi var illa stjórnað á árunum fyrir hrun en nú er allt á uppleið eftir […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 10:49

Ómar á Bessastaði!

Ég sagði við Emil Björnsson fréttastjóra Sjónvarps er við sátum á bekk í Austurstræti árið 1986 og vinur okkar Ómar Ragnarsson hljóp hjá því ekki gengur hann. : Emil, það kæmi mér ekki á óvart þó hann Ómar ætti eftir að verða forseti.  Hann hefur allt í það.  Vinsæll af alþýðu manna, skemmtilegur, greinargóður, getur fíflast […]

Mánudagur 12.03 2012 - 10:31

Snúum sönnunarbyrði við í…..

Sé tekið mið af bloggi komast menn varla uppfyrir lendar lengur nema þegar þeir fjalla um hrunið sem felur í sér mjög lága kynferðislega undirtóna.  Gegnumgangandi þræta er hvort snúa eigi við sönnunarbyrði í kynferðisafbrotamálum.  Þægileg afstaða en flýgur í fasið á réttarríkinu.  Á einu sviði a.m.k. hefur sönnunarbyrði verið snúið við í sakamálum í […]

Laugardagur 10.03 2012 - 20:53

Hvað verður um Guð?

  Síðan biskupsdögum Péturs Sigurgeirssonar lauk hefur fækkað jafnt og þétt í Þjóðkirkjunni á Íslandi.  Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði.  Hliðstæð  þróun hefur verið á Norðurlöndum og í Evrópu. Hún byrjaði seinna hér en virðist vera hraðari.  Fólk hefur minni trú á tilvist almættisins en áður.  Segja má að veraldarhyggjan hafi byrjað með raflýsingunni og […]

Laugardagur 10.03 2012 - 16:25

Samfylking til fyrirmyndar!

Samfylkingin er ekki fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn sem setur sér siðareglur, en gerir það nú.  Siðareglur eru nauðsynlegar í stjórnmálum sem ekki eiga með nokkrum hætti að vera umbúnaður um spillingu.  Siðareglur Samfylkingarinnar lýsa grunngildum jafnaðarstefnunnar – frelsi, jafnrétti og samábyrgð – og ber ráðherrum, þingmönnum, sveitarstjórnarfulltrúum og öðrum sem starfa í nafni Samfylkingarinnar að hafa […]

Sunnudagur 04.03 2012 - 21:42

Framboð Ólafs vatn á myllu Samfylkingar?

Framboð sitjandi forseta kynni að styrkja núverandi stjórnarflokka. Íslendingar hafa  haft tilhneigingu til að kjósa forseta sem er í pólitískum skilningi af annarri jarskorpu en ríkjandi stórnvöld.  Þetta er vel þekkt fyrirbrigði víða um heim þar sem stjórnskipun gefur  þann möguleika. Sé þannig litið á Ólaf sem öryggisventil gagnvart ákvörðunum ríkjandi meirihluta á Alþingi kynni […]

Sunnudagur 04.03 2012 - 10:51

ESB, eina þjóðlega leiðin!

Ef ég væri ekki svona orðvar myndi ég saka forystu Framsóknarflokksins um ábyrgðarleysi, popúlisma og það sem þeir sjálfir myndu telja alvarlegast óþjóðlegheit. Flokkurinn í mynd óreynds formanns síns stekkur milli heimsálfa og biður um að fá að taka upp myntir þjóðanna, fyrst var það Noregr nú er það Kanada. Allir vita að sjálfstæð  þjóð […]

Laugardagur 03.03 2012 - 07:37

Fjársoltinn mannréttindadómstóll!

Áður  fyrri var maður alfarið  stolur af nafni sínu. Manns helsti nafni var Baldur hinn góði ás sem drepinn var af hinu geðstirða íhaldi í mynd Loka.  Baldur var algóður KRTSGervingur segir fína guðfræðifólkið. Nú opnar maður  ekki svo netmiðil án þess að við blasi fyrirsagnir um að ,,Baldur“ sitji inni eða hafi verið þátttakandi […]

Fimmtudagur 01.03 2012 - 11:09

Biskup með réttlátt, óspillt hjarta!

Framboðsfrestur til biskups runninn út.  Nýs biskups bíða mikilvægari verkefni en nokkur biskup í seinni tíð staðið frammi fyrir.  Á næstu misserum verður tekist á um hvort að Þjóðkirkjunnar verði getið í stjórnarskrá og hvort hún verði áfram þjóðkirkja.  Næsti biskup verður að lifa við þá staðreynd að ekki er hægt að ganga að því sem vísu […]

Höfundur