Fimmtudagur 01.03.2012 - 11:09 - Lokað fyrir ummæli

Biskup með réttlátt, óspillt hjarta!

Framboðsfrestur til biskups runninn út.  Nýs biskups bíða mikilvægari verkefni en nokkur biskup í seinni tíð staðið frammi fyrir.  Á næstu misserum verður tekist á um hvort að Þjóðkirkjunnar verði getið í stjórnarskrá og hvort hún verði áfram þjóðkirkja.  Næsti biskup verður að lifa við þá staðreynd að ekki er hægt að ganga að því sem vísu að fólk sé í þjóðkirkjunni.  Næsti biskup fær það mikilvæga verkefni að stýra kirkjunni inn í fjölmenningarsamfélagið eða mannréttindasamfélagið vil ég segja þar sem mismunun á milli fólks á grunni uppruna, trúar, kyns eða kynhneigðar verður ekki liðinn.   Biskup, hún eða hann,  þarf að vera hæfur til þess að taka þátt i umræðu um samspil vísinda, menntunar og trúar, um rétt og rangt, um sannleika og lygi.  Réttlátt, óspillt hjarta þarf að tifa í brjósti hans.  Hann þarf að ná þeirri stöðu meðal lýðsins að á hann sé hlustað.  Fólk þarf að rumska lítið eitt þegar hann kveður sér hljóðs.  Hann þarf að gera grátið með grátendum og fagnað með fagnendum og prestar og annað kirkjufólk þarf að akta hann (biskupinn).

(Hægt er að kommetntera á pistilinn á facebook)

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Slíkan mann finnur þú ekki við fyrstu lýgi hverfur sakleisið.Hinsvegar er hægt að finna manneskju sem sem hefur lært af mistökum sínum.óspilt hjarta finnur þú hjá barni milli 2-3 ára aldurinn en ekki hjá fullorðnum.En menn geta verið réttlátir og auðmjúkir vegna þess að þeir viðurkenna bresti sína og eru fúsir til að laga þá. Hafa skilning þolinmæði og vilja til þess að Þjóna.

  • Takk fyrir þessa góðu sýn Baldur. Ég held að það sé mikið til í því hjá Bubba að mannsálin sé rúnum rist og verður að vera það til að öðlast þroska. Ef maður lítur á „óspillt“ =“ósnortið“ þá er erfitt að samræma það að vera fullorðinn og óspilltur. Ég vil þó segja að við val á leiðtoga í stórri fjöldahreyfingu eins og þjóðkirkjunni er ekki nóg að horfa í eigin barm og bæta sjálfa/n sig, þótt það sé byrjun og dýpt allra góðra leiðtogahæfileika. Lágmarkskrafa til leiðtoga á umbrotatímum hlýtur að vera sú að viðkomandi geri sér far um að standa með lítilmagnanum, leggi sig fram um að jafnræði ríki og leggi ekki upp laupana þótt hann/hún mæti andstreymi og mótstöðu í þeirri viðleitni. Getur maður verið sammála ykkur báðum? Ég held það bara.

  • Baldur Kristjansson

    Pistill minn er bara pistill. Ekki er um að ræða endanlega fullmótaða skoðun á viðfangsefninu þar sem tekið er tillit til allra atriða og blæbrigða. þess vegna er út í hött að hafa komment því að þá streymir að fólk sem sér angla sem eru augljósir en eru meðvitað ekki teknir með í pistilinn. Þetta er ekki meint til Sigríðar eða Bubba en kviknaði samt við lestur kommenta þeirra.

  • Skil það, en samtt okkur vantar leiðtoga sem þorir og getur.

Höfundur