Laugardagur 10.03.2012 - 20:53 - Lokað fyrir ummæli

Hvað verður um Guð?

 

Síðan biskupsdögum Péturs Sigurgeirssonar lauk hefur fækkað jafnt og þétt í Þjóðkirkjunni á Íslandi.  Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði.  Hliðstæð  þróun hefur verið á Norðurlöndum og í Evrópu. Hún byrjaði seinna hér en virðist vera hraðari.  Fólk hefur minni trú á tilvist almættisins en áður.  Segja má að veraldarhyggjan hafi byrjað með raflýsingunni og sér ekki fyrir endann á.  Vísindin lýsa heiminn sífellt betur upp. En trúin hefur ekki horfið eða farið. Hún virðist eiga sinn fasta bústað í höfði mannanna. En framtíðin er heillandi. Vísindin munu áfram fást við gátuna  um heiminn sem er um leið gátan um Guð því hann verður þarna eins lengi og mennirnir.  Við munum hins vegar aldrei komast að því hvað verður um hann þegar mennirnir eru farnir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur