Mánudagur 12.03.2012 - 10:31 - Lokað fyrir ummæli

Snúum sönnunarbyrði við í…..

Sé tekið mið af bloggi komast menn varla uppfyrir lendar lengur nema þegar þeir fjalla um hrunið sem felur í sér mjög lága kynferðislega undirtóna.  Gegnumgangandi þræta er hvort snúa eigi við sönnunarbyrði í kynferðisafbrotamálum.  Þægileg afstaða en flýgur í fasið á réttarríkinu.  Á einu sviði a.m.k. hefur sönnunarbyrði verið snúið við í sakamálum í einhverjum löndum Evrópu.  Það er í málum sem brjóta í bága við misréttisákvæði laga. Atvinnurekandi þarf í einstökum tilfellum að sanna að hann hafi ekki beitt umsækjanda misrétti við ráðningu í starf.   þessu hefur ECRI mælt með. Rökin eru þau að næstum því ómögulegt sé fyrir umsækjanda að sanna mál sitt því að atvinnrekandinn hafi allar upplýsingar, gögn og yfirsýn. Honum sé enda auðvelt að sýna fram á heiðarleika sinn ef sá er til staðar.  þarna er sönnunarbyrði snúið við.

Alþingi ætti að huga breytingu í þessa veru á meðan það er jafn vel skipað og nú.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur