Þriðjudagur 13.03.2012 - 10:49 - Lokað fyrir ummæli

Ómar á Bessastaði!

Ég sagði við Emil Björnsson fréttastjóra Sjónvarps er við sátum á bekk í Austurstræti árið 1986 og vinur okkar Ómar Ragnarsson hljóp hjá því ekki gengur hann. : Emil, það kæmi mér ekki á óvart þó hann Ómar ætti eftir að verða forseti.  Hann hefur allt í það.  Vinsæll af alþýðu manna, skemmtilegur, greinargóður, getur fíflast en einnig flutt erindi um sálma í íslensku sálmabókinni en það hafði Ómar einmitt gert skömmu áður í virðulegri kirkju. Eftir nokkra umhugsun tendraðist stórt andlitið á Emil upp, augun lýstu og úr djúpi barkans kom þessi setning setninganna: ,,Já, þú segir nokkuð.“

Þetta var löngu áður en Ómar gerðist forystumaður nýrrar hugsunar í umgengni okkar við landið og sýndi að hann lætur ekki dópa sig, hengja eða skera, þorir að bjóða því sem honum finnst rangt birginn þó það kosti hann fjármuni og illt umtal. Toppmaður Ómar.

Nú hefur Ísak Harðarson skáld tekið upp þráðinn og stekk ég því á vagninn.  En það þarf ekki afburðamenn eins og mig og Ísak til að sjá og finna að Ómar er maðurinn og þjóðin yrði í mörgum skilningi sátt við sjálfa sig bæri hún gæfu til að kalla Ómar, þennan óþreytandi mannvin og baráttumann á Bessastaði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur