Sunnudagur 04.03.2012 - 21:42 - Lokað fyrir ummæli

Framboð Ólafs vatn á myllu Samfylkingar?

Framboð sitjandi forseta kynni að styrkja núverandi stjórnarflokka. Íslendingar hafa  haft tilhneigingu til að kjósa forseta sem er í pólitískum skilningi af annarri jarskorpu en ríkjandi stórnvöld.  Þetta er vel þekkt fyrirbrigði víða um heim þar sem stjórnskipun gefur  þann möguleika. Sé þannig litið á Ólaf sem öryggisventil gagnvart ákvörðunum ríkjandi meirihluta á Alþingi kynni þess að gæta í næstu alþingiskosningum að  kjósendur leiti með sama hætti öryggisventla gegn ÓLAFI. Stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Samfylkingin ættu að hagnast á þessari tilhneigingu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur