Sunnudagur 04.03.2012 - 10:51 - Lokað fyrir ummæli

ESB, eina þjóðlega leiðin!

Ef ég væri ekki svona orðvar myndi ég saka forystu Framsóknarflokksins um ábyrgðarleysi, popúlisma og það sem þeir sjálfir myndu telja alvarlegast óþjóðlegheit. Flokkurinn í mynd óreynds formanns síns stekkur milli heimsálfa og biður um að fá að taka upp myntir þjóðanna, fyrst var það Noregr nú er það Kanada. Allir vita að sjálfstæð  þjóð hagar sér ekki með þessum hætti. Eða sjá menn Dani fyrir sér fara bónarveg til Norgs að fá að taka upp Norsku krónuna? Sjá menn Svía eð Hollendinga biðla til Kanadmanna um að fá að taka upp þeirra mynt? Nei, þessi  ríki eru sjálfstæð og myndu aldrei leggjast svona lágt enda myndi reisn þeirra og sjálfstæði bíða hnekki í vitund heimsins og þar með í raun.

Með ónýta krónu og þar með slitna brynju, klofinn skjöld og brotið sverð, svo  einkunnir Bólu- Hjálmars séu notaðar, eru Íslendingar ekki fullvalda.  Eina leiðin til þess að endurheimta fullveldið Og komast á sama stall  og Danir, Sviar og Hollendingar er að ganga  í ESB og taka upp evru. Það er sannast sagna eina þjóðlega leiðin, eina leiðin sem er samboðin sjálfstæðri íslenski þjóð.

(Hægt er að kommentera á færsluna inn á facebook)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur