Föstudagur 23.09.2011 - 08:44 - Lokað fyrir ummæli

Nátttröllið í Kristskirkjunni!

Nátttröll eins og Friðrik Schram forstöðumaður íslensku Kristskirkjunnar verða að fá að vera til en þau eiga ekki að geta flaggað neins konar opinberum stimpli eða viðurkenningu.  Og þjóðkirkjan á annað hvort að fá löggildingu á hugtakinu prestur eða taka upp annað heiti á klerkdóminum.  Klerkar íslensku þjóðkirkjunnar hafa áttað sig á því grundvallaratriði eins og meginþorri Íslendinga að fólk ber að virða og meta á þess eigin forsendum án tillits til kyns, kynhneigðar, litarháttar, uppruna, trúar eða neins konar annarskonar ómálefnalegrar ástæðu.  Við eigum ekki að líða það að nokkur hópur sé settur skör lægra en aðrir af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið og/eða mismunað gegn honum með nokkrum hætti hvorki í verki, ræðu né riti.  Sá á að vera grundvöllur hugsana okkar og rímar vel við mannhelgishugmynd Krists sem Kristskirkjan ætti ekki að kenna sig við.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Og lukkutröllin.

    Þau verða víst að fá að vera til líka.

  • í raun og veru er engin munur á afstöðu kristkirkjunar og þjoðkirkjunar!!!
    sama tóbakið, þjoðkirkjan hefur ekkert viljað vita af samkynhneigðum hingað til og þó að einstaka prestar eru búnir að sjá bullið í þessu þá nær það ekki upp yfir hausin á aðalklerknum.

  • Sigurður Ragnarsson

    Prestur sýnir jafnan trú og siðum annarra umburðarlyndi og forstöðumönnum og prestum annarra trúfélaga og kirkjudeilda virðingu.

    Prestur gætir þess að vera málefnalegur og gætir varkárni í ummælum um kenningarleg og guðfræðileg mál, hvort sem er í samræðum eða opinberlega.

    Ég hef ekki heyrt, að „nátttröllið“ haldi neinu því fram um athafnir samkynhneigðs fólks, sem ekki er opinber kenning hjá mörgum og stórum kirkjum víða um heim, án þess margir hafi orðið til að amast við því, að þær kenni sig við Krist eða kalli kennimenn sína presta.

    Vingjarnleg kveðja.

  • En hérna Baldur ímyndaði vinur þinn segir að samkynhneigð sé synd. Ert þú bara byrjaður að geta sagt hverju og hvenær maður á að trúa því sem hann segir ?

Höfundur