Föstudagur 23.09.2011 - 08:44 - Lokað fyrir ummæli

Nátttröllið í Kristskirkjunni!

Nátttröll eins og Friðrik Schram forstöðumaður íslensku Kristskirkjunnar verða að fá að vera til en þau eiga ekki að geta flaggað neins konar opinberum stimpli eða viðurkenningu.  Og þjóðkirkjan á annað hvort að fá löggildingu á hugtakinu prestur eða taka upp annað heiti á klerkdóminum.  Klerkar íslensku þjóðkirkjunnar hafa áttað sig á því grundvallaratriði eins og meginþorri Íslendinga að fólk ber að virða og meta á þess eigin forsendum án tillits til kyns, kynhneigðar, litarháttar, uppruna, trúar eða neins konar annarskonar ómálefnalegrar ástæðu.  Við eigum ekki að líða það að nokkur hópur sé settur skör lægra en aðrir af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið og/eða mismunað gegn honum með nokkrum hætti hvorki í verki, ræðu né riti.  Sá á að vera grundvöllur hugsana okkar og rímar vel við mannhelgishugmynd Krists sem Kristskirkjan ætti ekki að kenna sig við.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Jón Hallur Haraldsson

    Af hópi fólks sem fær borgað fyrir að elska náungann finnst mér þið hafa nú verið ansi lengi að „átta ykkur á grundvallaratriðunum“

    Að skipta um skoðun á gamals aldri er engin syndaaflausn.

  • Baldur er hér afdráttarlaus.

  • Friðrik Schram hefur tekið að sér einskonar krossfara-hlutverk í útvöldum málum. Ber þar sennilega hæst ræður hans gegn andatrú og homma / lessu líferni (notaði áður orðið kynvilla, áður en því var “úthýst”).

    Það sem er öllu verra er að hann hefur stundað trúarofbeldi í eigin herbúðum í áratugi og þar með eyðilagt það starf sem hann hefur verið í forsvari fyrir. Hann hefur í gegnum tíðina tekið fólk á beinið fyrir málamyndasakir (fyrst í Ungu Fólki Með Hlutverk og síðar í íslensku Kristskirkjunni).

    Hann talaði um daginn eins og hinir í söfnuði hans, hefðu eitthvað um málin að segja. Staðreyndin er að hann hefur verið einráður og haldið sínu fram með einstrenginslegum hætti og úthýst með látum þeim sem hafa ekki sýnt að hans mati nógu gott líferni.

    Mér finnst að alveg megi afhjúpa myrkraverk þeirra sem við getum kallað “úlfa í sauðagæru”. Því hef ég tjáð mig um mál sem varða Friðrik Schram á FB síðunni: Afhendum Eyjólfsstaði Guði. Þar með má segja að BJÚGVERPILLINN (BUMMERANG) komi til baka í hausinn á þeim sem því kastar.

    Betra væri að sumir hefðu pælt meira í bjálkanum hjá sjálfum sér, en því að gera það að hlutskipti sínu að leita uppi flísina hjá náunganum. Hann hefur misst aragrúa af frábæru, yndislegu fólki frá sér vegna ömurlegs stjórnunarstíls.

  • Kirkjan sem við eigum í dag er reist á karlaveldi og það tekur sinn tíma að breyta því. Fyrsti kvenpáfinn sem verður kjörin 2050 mun vera köllu Magdalena II.

Höfundur