Mánudagur 19.09.2011 - 11:08 - Lokað fyrir ummæli

Nauðungarbúðir ónýts gjaldmiðils!

Andorramenn hafa áhyggjur af fólksfækkun.  Færri vilja setjast þar að en áður vegna þess að landið er utan Evrópusambandsins og efnhagssvæðis Evrópu og íbúar þar geta af þeim sökum ekki flutt óhindrað milli landa í Evrópu.  Fólk vill því frekar búa á Spáni eða í Frakklandi.  Þannig væri Ísland Guðna Ágústssonar og Jóns Bjarnasonar, utan evrópska efnahagssvæðisins.  Ungt fólk vill í auknum mæli búa þar sem það er frjálst.  Kærir sig ekki um yfirvöld sem halda þeim í fjötrum tolla, leyfa og í nauðungarbúðum ónýts gjaldmiðils.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Hafsteinn

    Gunnlaugur Ingvarsson.
    Sem áhugamaður um tölfræði fór ég að kanna fólksfjölda á Spáni og þróun hans þegar ég rakst á fullyrðingu þína um að Spánverjum sé að fækka. Spánverjar eru klárlega að eldast sem og megnið af Evrópu, en ég hef ekki enn séð tölur um að þeim sé að fækka. Þú mættir gjarnan benda mér á hvaðan þú fékkst þessar upplýsingar þ.e. töluleg gögn.

  • Andorra er kúnstugt land, þó ég geti vottað að þar sé heldur lítið um að vera fyrir ferðalanga sem ekki nenna að renna sér á skíðum. Annar hver maður virðist reka verslun, sem allar eiga það sameiginlegt að selja bara varning sem er dýr í Frakklandi eða Spáni. Þannig getur maður gengið framhjá tíu búðum sem selja tóbak og geislaspilara, en hvergi fundið verslun sem selur bók eða mjólkurpott. (Eða þannig var þetta amk þegar ég heimsótti Andorra fyrir nokkrum árum.)

    Starfsfólkið í verslununum er oftar en ekki útlendingar, þ.e. fólk fætt í t.d. Portúgal sem býr í landinu en fær ekki ríkisborgararétt. Viðhorf Andorrabúa minna að því leyti á viðhorf Íslendinga, sem töldu sjálfsagt að réttlausir útlendingar ynnu störfin og pilluðu sig svo í burtu þegar heimamönnum hentaði. Það er að sumu leyti gleðilegt ef þetta er að koma þeim í koll núna.

    Andorra er því óheppilegt dæmi ef menn vilja draga lærdóma um hvernig sé að vera jaðarsettur utan ESB – en getur kennt okkur þeim mun meira um útlendingapólitík.

  • Með öðrum orðum: Í huga innfæddu Andorra-búanna er vandamálið það að heimtufreku Spánverjarnir og Portúgalarnir vilji fá RÍKISBORGARARÉTT í landinu þar sem þeir búa, starfa og greiða skatta…

  • Thaò líòa 20 ár thangaò til thú mátt sækja um ríkisborgararétt. Viòmiò evrópuráôsins er 10 ár. Kv. B

Höfundur