Mánudagur 19.09.2011 - 11:08 - Lokað fyrir ummæli

Nauðungarbúðir ónýts gjaldmiðils!

Andorramenn hafa áhyggjur af fólksfækkun.  Færri vilja setjast þar að en áður vegna þess að landið er utan Evrópusambandsins og efnhagssvæðis Evrópu og íbúar þar geta af þeim sökum ekki flutt óhindrað milli landa í Evrópu.  Fólk vill því frekar búa á Spáni eða í Frakklandi.  Þannig væri Ísland Guðna Ágústssonar og Jóns Bjarnasonar, utan evrópska efnahagssvæðisins.  Ungt fólk vill í auknum mæli búa þar sem það er frjálst.  Kærir sig ekki um yfirvöld sem halda þeim í fjötrum tolla, leyfa og í nauðungarbúðum ónýts gjaldmiðils.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Hvað með Sviss, þessu smáríki í miðri Evrópu sem er utan ESB þar eru lífskjör samt einhver þau bestu í heimi og atvinnuleysi langtum minna en meðaltal ESB ríkjanna. Lýðræðið er opnara og beinna en í ríkjum ESB. Ekki eru Svisslendingar að flýja Sviss, síður en svo og þeir eru ekki í skuldakreppu eins og fjölda mörg ESB ríkjanna. Þeir hrósa happi að hafa sinn litla gjaldmiðil en vera ekki í fjötrum Evrunnar.
    Ég bý nú í ESB ríkinu Spáni þar sem atvinnuleysi er um 21% og meðal ungs fólks er það yfir 40% og nú fækkar Spánverjum í fyrsta skipti í áratugi af því að unga fólkið flytur burt, þeir sjá litla framtíð í þessu landi sem er samt í ESB og með Evruna.

  • Þó maður sé nú fylgjandi aðildarviðræðum við ESB og líti á aðild Íslands sem raunhæfan möguleika, þá er ekki hægt að tala svona um ESB að það sé einsog frelsis og friðarhöfn með hagsæld nánast „garanteraða“ fyrir þá sem eiga þar inni. Það er auðvitað langt frá sannleikanum og Andorra sem sjálfstætt nútíma ríki á enga framtíð fyrir þegna sína. Þetta er einfaldlega ekki rekstrarhæf eining horft frá nútíma sjónarmiði. Það myndi ekki endileg batna við aðild að ESB. Ísland er á mörkum þess mögulega að halda úti sjálfstæðu nútíma ríki. ESB aðild gæti komið okkur að gagni í ótal málum en mest yrðum við samt að geta gert sjálf. Það er ekki svo að ESB geri neitt fyrir okkar hönd okkur til hagsbóta. Við verðum sjálf að sækja þá möguleika sem finnast. Annað er ekki í boði. Sú stöðnun sem hér ríkir vegna stjórnmálaóreiðumanna í stjórnarandstöðu sem koma í veg fyrir mikilvægustu breytingar til frambúðar óháð ESB aðild vel að merkja. Þessir hagsmunapotarar lífeyrissjóða og LÍÚ eru vísir til að klúðra möguleikum íslenskra fyrirtækja og almennings þó að við værum innan ESB.

  • ‘islenska lambakjötið er gott „.

  • Rétt frikki. Skortur á eec samningi. Kv. B

Höfundur