Föstudagur 09.09.2011 - 11:11 - Lokað fyrir ummæli

Að eiga land…?

Þú greiðir nokkrar miljónir fyrir landskika og þú og þínir niðjar eiga hann í mörg hundruð milljón ár. Ef ekki væri fyrir þjóðlendulög sem margir þingmenn börðust gegn ættu einstaklingar þannig allt landið.  Virkar ógeðfellt en er ekki svo slæmt. Þetta er betri aðferð en að úthluta landi pólitískt þá ættu vildarvinir landið.

Að eiga land er sem betur fer ekki það sama og að eiga bíl eða tösku. Þú getur t.d. ekki farið neitt með landið.  Þú þarft leyfi til að hrófla við því.  Ef þú ætlar að hrófla við árfarvegi þarftu leyfi. Ef þú ætlar að selja möl þarftu námuleyfi, ef þú ætlar að byggja hús, jafnvel bara klósett þarftu leyfi skipulagsyfirvalda og, leggja veg, sama. Allt þetta er háð ströngu eftirliti.  Ef þú ætlar að bjóða fólki að dveljast á landi þínu þá er það fólk háð sömu skilyrðum um dvalarleyfi og aðrir sem koma til landsins.  Þú getur ekki bannað fólki umgang um landið þitt, ekki bannað því að tjalda, ganga eða ríða á hestum um landið. Þú getur ekki bannað fólki að týna ber uppísig en þú getur bannað því að skjóta fugla.  Það er hins vegar gott. Ef almenningur þarf á landinu að halda má alltaf taka landið eignarnámi ef ekki nást samningar. Setja má landið undir þjóðgarð og svo framvegis og svo framvegis.

Að þessu athuguðu skil ég ekki það írafár sem er út af því hverjum eigendur Grímsstaða eru að selja jörðina sína.  Það á ekki að skipta neinu máli hver á landspildur.  Að eiga land er í raun og veru ekkert annað en að eiga að því hóflegan nýtingarrétt.  Er þetta ekki rétt hjá mér?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Heròum löggjöfina. Kv. Baldur

  • Stefán og Guðrún: Þið hafið bæði rétt fyrir ykkur. Í löggjöf er gerður munur á annars vegar ræktuðu eignarlandi og hins vegar óræktuðu. Umferð er bönnuð án leyfis eiganda um ræktað land. Almennt er umferð frjáls um óræktað eignarland (þó er reyndar heimild til að loka fyrir umferð um afgirt óræktað land sem er staðsett í byggð). Það má ekki girða fyrir gamlar þjóðleiðir eða slóðir án þess að hafa hlið eða stiga.

    Baldur: Fullyrðing þín um þjóðlendulögin er kolröng. Fyrir setningu þjóðlendulaga, raunar allt frá því að byggð hófst, hefur stór hluti af flatarmáli landsins verið utan einkaeignar og engar líkur á því að það hefði breyst þó svo að þessi þjóðlenduóskapnaður hefði ekki orðið til. Ég skal reyndar draga úr þessu, því lögin, eða öllu heldur hugsunin að baki þeim, var kannski ekki alslæm þannig lagað. En þessi lög hafa skapað mun fleiri vandamál en þau leystu og framganga fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkisins við framkvæmd þeirra hefur verið til svo háborinnar skammar að mér verður óglatt við að hugsa um það.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Ég velti fyrir mér hverju það skiptir hvert ætterni eigandans er. Er það tryggara að eigandinn sé íslendingur að langfeðgatali til að allt sé í lagi?

  • Þakka margar góðar ábendingar og skýringar. Kv. Baldur

Höfundur