Föstudagur 09.09.2011 - 11:11 - Lokað fyrir ummæli

Að eiga land…?

Þú greiðir nokkrar miljónir fyrir landskika og þú og þínir niðjar eiga hann í mörg hundruð milljón ár. Ef ekki væri fyrir þjóðlendulög sem margir þingmenn börðust gegn ættu einstaklingar þannig allt landið.  Virkar ógeðfellt en er ekki svo slæmt. Þetta er betri aðferð en að úthluta landi pólitískt þá ættu vildarvinir landið.

Að eiga land er sem betur fer ekki það sama og að eiga bíl eða tösku. Þú getur t.d. ekki farið neitt með landið.  Þú þarft leyfi til að hrófla við því.  Ef þú ætlar að hrófla við árfarvegi þarftu leyfi. Ef þú ætlar að selja möl þarftu námuleyfi, ef þú ætlar að byggja hús, jafnvel bara klósett þarftu leyfi skipulagsyfirvalda og, leggja veg, sama. Allt þetta er háð ströngu eftirliti.  Ef þú ætlar að bjóða fólki að dveljast á landi þínu þá er það fólk háð sömu skilyrðum um dvalarleyfi og aðrir sem koma til landsins.  Þú getur ekki bannað fólki umgang um landið þitt, ekki bannað því að tjalda, ganga eða ríða á hestum um landið. Þú getur ekki bannað fólki að týna ber uppísig en þú getur bannað því að skjóta fugla.  Það er hins vegar gott. Ef almenningur þarf á landinu að halda má alltaf taka landið eignarnámi ef ekki nást samningar. Setja má landið undir þjóðgarð og svo framvegis og svo framvegis.

Að þessu athuguðu skil ég ekki það írafár sem er út af því hverjum eigendur Grímsstaða eru að selja jörðina sína.  Það á ekki að skipta neinu máli hver á landspildur.  Að eiga land er í raun og veru ekkert annað en að eiga að því hóflegan nýtingarrétt.  Er þetta ekki rétt hjá mér?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • stefán benediktsson

    Til viðbótar! Þú getur flutt jörðina norður eða suður en ekki út. Útflutningur þarf alltaf leyfi, sama hvað er.

  • Baldurkr

    Thyrfti ekki mat á umhverfisáhrifum ef ég ætlaòi aò færa jörò og skilja eftir margra ferkílómetra gryfju?

  • Guðrún Guðmundsdóttir

    Stefán Benediktsson.Hvað átt þú við með að sé rangt hjá mér varðandi lokanir?
    Þú segjir að hvergi megi hindra gangandi umferð nema með lögboði? Ertu að segja mér þær fréttir að ég geti átt von á að ef ég á afgirt land, tún eða garð þá megi fólk bara vaða yfir það án þess að spyrja kóng né prest? Ertu að segja mér að fólk megi tjalda á túninu mínu eða innan girðingar á því. Hvurslags endemisvitleysa er þetta maður.
    En ég veit að þetta er allt leyfilegt á óafgirtu landi þó að það sé eignaland.
    Og ég veit að það má ekki loka gömlum vegslóðum sem hafa verið lagðir fyrir almannafé, en drottinn minn dýri það hefur sko verið gert víða á landinu, og dettur ykkur til hugar að miðað við núverandi siðferði þjóðarinnar að það fari batnandi. Látið ykkur dreyma.

  • stefán benediktsson

    Nei Baldur ekki frekar en ef þú kysir að fylla jörðina af trjáplöntum sem þú fengir gefnar ef landið væri lögbýli.

Höfundur