Mánudagur 26.09.2011 - 13:57 - Lokað fyrir ummæli

Páll og athygli trúðsins

Að kalla Pál Vilhjálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni. Þannig virkar það hjá Páli Vilhjálmssyni. Auðvitað er Páll Vilhjálmsson ekki fífl eða kjáni og því síður afkvæmi refs og hunds kattar(leiðr. BK). Hann er beðinn afsökunar á orðfærinu. En svona orðfæri notar hann á aðra til að fá athygli, uppnefnir fólk og meiðir, ætlar því alls konar vitleysu og er hreinlega ófyrirleitinn.  Því fyrr sem hann áttar sig á því að athyglin sem hann fær er athygli trúðsins því fyrr skánar orðræðan og því fyrr geta heiðarlegir nei sinnar hætt að skammast sín fyrir sinn helsta talsmann og hugmyndafræðing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • 8 undansrkáð komment eru ekki komment á neitt. Bara blaður og illmælgi sem dæmir þessa nafleysingja ómerka. Af hverju eyðir þú ekki svona ummælum Baldur. Þetta er ekki skrifandi og hugsandi fólk. Ef Páll hefur ekki aðra sér til málsvarnar er það raunar talandi dæmi um hversu mikið skoffín hann er í raun og veru. Vonandi kemur hann sjálfur hingað og ber af sér slyðruorðið.

  • trúmann kapút

    Pistill Baldurs 26. sept. 2011, Páll og athygli trúðsins, hefst með digurbarkalegum orðum Baldurs:

    „Að kalla Pál Viljálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni.“

    Var það tilgangur þinn Baldur?
    Ert þú þá kominn á markaðstorg hégómans?
    En fyrrnefndur Páll fjallar nú um mál Snorra:

    http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1222569/

    Gjör nú rétt og vertu samkvæmur sjálfum þér Baldur
    og hlýð á þína innri og vonandi betri rödd.

Höfundur