Mánudagur 26.09.2011 - 13:57 - Lokað fyrir ummæli

Páll og athygli trúðsins

Að kalla Pál Vilhjálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni. Þannig virkar það hjá Páli Vilhjálmssyni. Auðvitað er Páll Vilhjálmsson ekki fífl eða kjáni og því síður afkvæmi refs og hunds kattar(leiðr. BK). Hann er beðinn afsökunar á orðfærinu. En svona orðfæri notar hann á aðra til að fá athygli, uppnefnir fólk og meiðir, ætlar því alls konar vitleysu og er hreinlega ófyrirleitinn.  Því fyrr sem hann áttar sig á því að athyglin sem hann fær er athygli trúðsins því fyrr skánar orðræðan og því fyrr geta heiðarlegir nei sinnar hætt að skammast sín fyrir sinn helsta talsmann og hugmyndafræðing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Jón Jón Jónsson

    Það er ómögulegt að ríkis-kirkjunnar menn dæmi fólk sem afkvæmi refs og kattar.

    Sést alltaf betur og betur að aðskilnaður ríkis og kirkju er nauðsyn!

  • Jón Jón Jónsson

    Þá fyrst verður nú hamagangur á Hóli
    þegar síra Baldur og síra Frðrik Scham byrja að keppa um athyglina.
    Spurning um innkomu-tekjurnar þá síra Baldur?

  • Við prestinn vil ég segja

    „Kærleikurinn
    … hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
    hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
    Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
    Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“

    Já, hann umber allt, en kallar það ekki Skoffín,
    hvorki einu sinni né tvisvar og hvað þá þrisvar.

  • Eins og talað úr mínum munni þú hér á undan. Kærleikurinn er nefnilega ekki það sem presturinn hefur að leiðarljósi svo undarlega sem það nú hljómar…

Höfundur