Föstudagur 29.10.2010 - 17:32 - Lokað fyrir ummæli

Til varnar Halldóri Ásgrímssyni!

Hvað er verið að ráðst að Halldóri Ásgrímssyni?  Er hann meiri þrjótur en gerist og gengur? Starfaði hann ekki alltaf innan ramma laganna? Eltu Framsóknarmenn hann ekki um áratugaskeið eins og dáleiddar hænur?  Hefði ekki hvaða stjórnmálamaður sem er látið undan LÍÚ og komið kvótakerfinu á?  Urðu ekki allir að gjalti nálægt Davíð Oddssyni?  Er ekki Skinney-Þinganes fyrirmyndar fyrirtæki?  Eigendur þess hafa ekki selt kvótann burtu og flúið í sólina á Flórída með milljarðana sína.  Það hefur Halldór ekki gert heldur. Eignarhlutur hans skapar vinnu á Höfn. Væri ekki nær að skeyta skapinu á brask –klíkunni sem, eyðilagði Framsóknarflokkinn? Sem sagt:  Var Halldór nokkuð annað en bæði góður og vondur stjórnmálamaður sem hefur vilja til að starfa áfram að þjóðmálum?  Hvers erum við bættari að hafa hann atvinnulausan ráfandi um Þingholtin?

Og: Var ekki Halldór langt á undan flestum samtímamönnum sínum í Evrópumálum.  Ef daladrengirnir í Framsókn hefðu fylgt foringja sínum í þeim efnum þá værum við í allt annarri og betri stöðu nú!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Þú hefur gaman af að espa lesendur upp. Ég held þú hafir verið að enda við að skrifa friðsama prédikun fyrir morgundaginn og farinn að geyspa. Ákveðið svo að skvetta smá gusu framan í þig – og blogglesara í leiðinni. Virkar.

Höfundur