Föstudagur 29.10.2010 - 17:32 - Lokað fyrir ummæli

Til varnar Halldóri Ásgrímssyni!

Hvað er verið að ráðst að Halldóri Ásgrímssyni?  Er hann meiri þrjótur en gerist og gengur? Starfaði hann ekki alltaf innan ramma laganna? Eltu Framsóknarmenn hann ekki um áratugaskeið eins og dáleiddar hænur?  Hefði ekki hvaða stjórnmálamaður sem er látið undan LÍÚ og komið kvótakerfinu á?  Urðu ekki allir að gjalti nálægt Davíð Oddssyni?  Er ekki Skinney-Þinganes fyrirmyndar fyrirtæki?  Eigendur þess hafa ekki selt kvótann burtu og flúið í sólina á Flórída með milljarðana sína.  Það hefur Halldór ekki gert heldur. Eignarhlutur hans skapar vinnu á Höfn. Væri ekki nær að skeyta skapinu á brask –klíkunni sem, eyðilagði Framsóknarflokkinn? Sem sagt:  Var Halldór nokkuð annað en bæði góður og vondur stjórnmálamaður sem hefur vilja til að starfa áfram að þjóðmálum?  Hvers erum við bættari að hafa hann atvinnulausan ráfandi um Þingholtin?

Og: Var ekki Halldór langt á undan flestum samtímamönnum sínum í Evrópumálum.  Ef daladrengirnir í Framsókn hefðu fylgt foringja sínum í þeim efnum þá værum við í allt annarri og betri stöðu nú!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • bjarnveig

    Er ekki punkturinn líka sá að meðan hamast er á einum komast þeir sem ullu mun meiri skaða upp með að gera hvað sem er.
    Þetta er svipað og þegar farið var í það að mótmæla styrkjakóngum á þingi þá var aðaláherslan lögð á að ráðast gegn konunum sem höfðu vogað sér að leika sama leik og strákarnir. Strákarnir hafa allir komist upp með að vera áfram á þingi þó svo að þeir hafi þegið mun hærri styrki.

  • Gagarýnir

    Hann og Finnur þessi sem allir virðast elska að hata eru holdgervingar hægri framsóknarmennsku. Stefna sem ber keim af hermangshugsun og er langt frá hugsjón Jónasar heitins. En er veruleikinn nú kannski það líka?

  • Benzedrin

    Eftir að þessi óþverri komst til valda í framsóknarflokknum, varð hann að spilltasta fyrirbærinu í íslenskri pólitík. Margt ágætt og heiðarlegt fólk var í þeim flokki en yfirgaf hann, þegar þessir fósar yfirtóku flokkinn og breyttu honum í glæpaklíku. Held að það sé vissara fyrir þennan fósa að koma ekki aftur til Íslands.

  • Baldur Kristjánsson

    Björn. Réttlæti það ekki, alls ekki. Mér er það nú alveg fyrirmunað og hef gagnrýnt þessa ákvörðun frá fyrsta degi. Rósa. Við erum bara ósammála þarna og þar sem ég rek síðuna mína á lágmarkstíma nenni ég ekki að rifja þetta upp nú. Slakiði nú svolítið á. Þó ég sé að taka upp hanskann fyrir Halldór varðandi djobbið er ég ekkert að hvítþvo hann, alls ekki. það var röng pólitísk ákvörðun hjá honum að líma sig upp við Sjálfstæðisflokkinn. Íraksstríðið var skelfileg ákvörðun. Sala bankanna sömuleiðis og einnig framsalsrétturinn í kvótakefinu en kvótakerfið leiddi af sér grundvallarbreytingu á íslensku samfélagi án þess að samfélagið væri spurt.
    Pólitískt er ég því ekki á pari við Halldór en hann hætti þó sjálfviljugur. það að forsætisráðherrar norðurlandanna vilja hann áfram sýnir kannski að hann sé ágætur þegar hann er undir stjórn annarra. Ég er að vara við því að fólk fari fram úr sér í réttlátri reiði sinni. BKv. baldur

Höfundur