Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Skeggi Skaftason

    Baldur,
    þú ert ansi kaldur að lýsa átökum á milli trú og „secularisma“ í Tyrklandi í sex línum, sem smá áherslumun á milli núverandi forsætisráðherra og „herforingjanna“. Bendi áhugasömum á að lesa sig til um Kemal Atatürk, stofnanda Lýðveldisins Tyrklands. Hann hafði háleitar hugmyndir um að nútímavæða ríkið, meðal annars með því að skera á þrúgandi hefðir og valdboð immana.

    Þetta skrifaði ég í dag hjá Kristni Theodórs:

    Ég velti fyrir mér í umræðu dagsins hvort vandinn sé að Þjóðkirkjan vilji vera svo líbó og nútímaleg og „allra“, að hún í raun þori ekki að standa við trúarstökkið.

    Í raun og veru sé nóg að trúa að Jesús Kristur hafi verið frábær manneskja og að siðferði Nýja Testamentisins sé gott veganesti. Þar með ertu gjaldgengur í hið „kristna“ samfélag. Það segir okkur enginn að hver einasti Þjóðkirkjuprestur trúi því bókstaflega sem hann þylur í trúarjátningunni á hverjum sunnudegi. Heldur lítur hann svo að trúarjátningin sé einhver „symbolismi“ fyrir trúar-„lágmarkið“, þetta með góða Jesú og siðferði hans.

    Þess vegna lenda prestir (þ.e. þessir trúminni) í tómum vandræðum þegar trúleysingjar segja „Ég neita að taka þátt í þessu kristna dóti því ég trúi ekki einu orði sem stendur í trúarjátningu kristinna manna, trúi ekki á meyfæðingu, upprisuna, kraftaverk Jesú og að biblían sé raunverulega orð Guðs“.

    Prestarnir vilja geta sagt: Já en þú þarft alls ekki að trúa því bókstaflega, þetta eru bara dæmisögur og symbólismi, þú þarft bara að trúa á að Jesús sé góð fyrirmynd. Hugtakið „Guð“ máttu nota fyrir hvað sem er, hið sammannlega góða í okkar eða eitthvað í þeim dúr“.

    Kannski þess vegna sem það eru „mjúku“ prestarnir, Þórhallur Heimis, Örn Bárður o.fl. sem verjast kröftulega, en ekki svartstakkarnir, sem taka trúarinntakið og biblíuna meira bókstaflega/alvarlega.

  • Þakka þér Hilmar.

    Það er allur munur að lesa seinni grein þína en þá fyrri.

    Það er þá a. m. k. ein sál hætt að kasta grjóti í okkur kristna menn.

    Sr. Baldur má vera stoltur af þeim árangri.

  • Halla Sverrisdóttir

    Ágæti Baldur, þú mátt skrifa og velta vöngum um hvað sem er – að sjálfsögðu! Maður dettur hugsanlega í þann pytt að líta á flest skrif kirkjunnar manna sem innlegg í umræðu andartaksins; eitthvað í efnislegu inntaki skrifanna hér að ofan vakti hins vegar þau hugrenningatengsl, kannski punkturinn um að prestar kenni ekki alltaf en þó stundum trúarbragðafræði og kristnifræði hér á landi?

    Kannski ég noti samt tækifærið úr því að ég er að þrasa hér og hendi á þig spurningu sem er ofarlega í huga margra þessa dagana – en gengur svolítið illa að fá svar við – og mér þætti forvitnilegt að fá þína skoðun á: Hvað skilgreinir Þjóðkirkjan sem trúboð og hvað ekki?

    Ég geri ekki þá kröfu til þín að þú svarir fyrir hönd heillar stofnunar – en þætti áhugavert að fá að heyra þína skoðun.

    Vandinn sem ég stend frammi fyrir er þessi:
    Sjálf get ég ekki annað en skilgreint allt starf prests Þjóðkirkjunnar þar sem sá prestur er ekki yfirlýst í öðru hlutverki en prestshlutverkinu, t.d. í hlutverki kennarans, sem trúboð. Einkunnarorð Þjóðkirkjunnar á Íslandi eru „biðjandi, boðandi, þjónandi“ og það er yfirlýst stefna hennar að boða trú og hvetja til trúariðkunar, sbr. þetta af vefsíðu hennar (kirkjan.is):

    Með helgihaldi sínu, fræðslu og kærleiksþjónustu vill þjóðkirkjan stuðla að uppeldi í trú og bæn, greiða veg kærleika í verki, veita leiðsögn kristninnar trúar og siðar á daglegri för…

    Þegar prestur kemur inn í skólann sem prestur finnst mér ástæðulaust til að ætla annað en að hann/hún komi til að stunda trúboð í einhverri mynd. Það er í starfslýsingu hans/hennar og það væri vanræksla í starfi ef presturinn sinnti ekki þeirri starfsskyldu. Þegar presturinn er í skólastofunni sem kennari, eins og stundum getur gerst þar sem dæmi eru um að prestur hafi kennara- eða leiðbeinandaréttindi og starfi bæði sem prestur og sem kennari, ætlast ég til að hann/hún sinni fræðsluskyldu sinni á hlutlausan hátt eins og hæfir því hlutverki, hvort sem kennslustundin er í kristnifræði, trúarbragðafræði, líffræði, stærðfræði eða einhverju enn öðru. Geri hann/hún það ekki og geti ekki sjálf/ur gert greinarmun á kennaranum/ fræðaranum og prestinum/trúboðanum vil ég hins vegar hafa skýrar reglur í handraðanum þegar ég þarf að kvarta!

Höfundur