Miðvikudagur 27.10.2010 - 17:30 - Lokað fyrir ummæli

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir kynna lýðveldi sitt sem verladlegt  ,,secular“ ríki.

Hér á landi er ekki kallað á presta til að kenna trúarbragðafræði. Stundum kenna þeir þó það fag. Prestar eru nefnilega líka oft kennarar og hafa margir próf i kennsluréttindum.  Þeir eru því ekki prestar að kenna heldur kennarar sem eru einng prestar.

Prestar í Lútherskum sið eru mjög veraldleg fyrirbæri.  Lifa fjölskyldulífi.  Eru á allan hátt eins og aðrir. Sumnir svolítið trúaðir í hátterni, aðrir ekki.  Það er ekki hægt að bera þá saman við immana eða kaþólska presta.

En mannréttindaráð Reykjavíkur virðist vera harðlínufyrirbrigði eins og herforingjarnir. Sé líkingunni haldið þá er ég mjúkur gagnvart meirihlutakirkjunni líkt og Erdogan og hans flokkur.  Fylgismenn hans benda á að Islam sé svo snar og lifandi þáttur í Tyrkneskri menningu mað framhjá henni verði ekki komist hvorki í skólum eða ríkisapparati. Herforingjarnir vilja ekki heyra slíkt. Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Hilmar segir:

    „Einn vitleysingurinn sem kommentar á Eyjuna fordæmdi kirkjuna, af því að prestar nauðguðu fólki. Sem sagt, með einni ódýrri yfirfærslu, þá eru allir prestar vondir, af því að einn er það. Sem segir mér að ég sé sami vitleysingurinn og sendi inn kommentið, af því að ég kommenta á Eyjunni.

    Það ættu sem sagt allir að hætta að kommenta á Eyjunni, því það gerir þá vitlausa, eða staðfestir að þeir séu vitlausir.“

    Þetta er það besta sem skrifað hefur verið undir þessa færslu – ég er hætt.

  • Baldur Kristjánsson

    Þú ert þá kona bb. Það þrengir hópinn um helming hafi einhver áhuga á nafninu bak við stafina. Kv. b

  • Það er ekki endilega víst, ég er úthugsaður í þessu.

  • Halldór Logi Sigurðarson

    Varla hjálpað mikið miðað við að hafa verið ríkjandi síðustu 2000 ár (eða svo) en „almennileg“ mannréttindi ekki komið fram fyrr en fyrir 300 árum (eða svo).

Höfundur