Miðvikudagur 27.10.2010 - 11:20 - Lokað fyrir ummæli

Hin íslenska milliganga!

Mér finnst ekkert eins frábært og að horfa á NBA deildina á stóra flatskjánum sem ég keypti á útrásartímanum.  Í nótt horfði ég á Boston Celtics með Rondo, Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett auk hins viðkunnalega bangsa ShakO‘Neil.  Hann er nánast jafnaldri minn 38 ára gamall og var að byrja að spila þegar Birdarinn og Mchale voru að hætta. Tröllið svitnaði ógurlega enda svakalegur búkur. Það var gaman að geta haldið með þessu viðkunnalega trölli þar sem hann var kominn í grænu treyjuna.  En hann er verri í vítum en við félagarnir, hitti ekki í fjórum í röð og kom ekki inná eftir það.

Við unnum.  Boston er með frábært lið, svolítið gamalt að vísu, en þar er vitið.  Miami er með svakalegt lið með LeBron James, Wade og Bosh.  Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þeir gætu tekið upp á því að rúlla yfir gamalmennin í mínu liði. En viska fylgir aldri. Boston vann örugglega.

Þrátt fyrir ágætan íslenskan þul þá saknaði ég að hafa ekki beint hina bandarísku. Hvar get ég horft á þetta án íslenskrar milligöngu?  Stundum líður mér eins og ég sé í afmörkuðu rými með ótal hliðvörðum. Og það er svo.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Höfundur