Mánudagur 25.10.2010 - 17:35 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindaráð Reykjavíkur

Íslendingar eru aðilar að  Evrópusáttmálanum um Mannréttindi.  Hann tryggir hugsanafrelsi, samviskufrelsi og trúfrelsi (freedom of thought, conscience and religion) og öll mismunun í að njóta þessara réttinda eru bönnuð samkvæmt sáttmálanum (discrimination in the enjoyment of the rights and freedoms secured by the Convention).  Sams konar ákvæði eru í mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Íslendingar búa við þjóðkirkju.  62. Grein stjórnarskrárinnar gerir ráð fyrir að ríkið eigi að styðja og vernda hina evangelísku lúthersku kirkju þ.e. þjóðkirkjuna.  Svipað fyrirkomulag hefur verið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og Finnlandi. Segja má að þetta sé Lútherskt fyrirkomulag  en í því kerfi átti furstinn að vera yfirmaður kirkjunnar. Þjóðkirkjufyrirkomulagið er ekki í öðrum ríkjum Evrópu og ekki að breyttu breytanda í Tyrklandi og Albaníu sem eru einu Evrópuráðsríkin þar sem múhameðstrú en ekki kristni er ríkjandi.

Stofnanir Evrópuráðsins hafa ekki gert athugasemdir við Þjóðkirkjufyrirkomulagið hvorki mannréttindafulltúi (Commissioner of human rights) eða  ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) né Mannréttindadómstóllinn (European Court of Human Rights).  Dómstóllinn hefur skyldað Norðmenn til að huga betur að trúarbragðakennslu sem sé að virða rétt foreldra til þess að börn séu undanþegin slíkri kennslu og sjá þeim fyrir raunverulegum valkosti.

Þegar mál þessi hafa komið upp hafa íslenska stjórnvöld bent á að þrátt fyrir ákvæði 62. greinar stjórnarskrár ríki hér trúfrelsi sbr. 65. grein stjórnarskrár (  Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.).  Laun presta úr ríkissjóði, biskupa og starfsmanna biskupsstofu og aðrar greiðslur séu samkvæmt samkvæmt samningi.  Fyrst þegar ríkið eignaðist jarðir biskupsstólanna Skálholts og Hóla og síðar þegar ríkið eignaðist nær allar aðrar kirkjujarðir síðast með samningi frá 1997. Ekkert misrétti sé því í gangi.

Þá hefur og verið talið að þjóðkirkjufyrirkomulagið væri félagslegt og menningarlegt fyrirkomulag sem hægt væri að vinna með áfram þrátt fyrir trúfrelsiskröfuna sem er af öllum talin sjálfssögð og eðlileg enda í samræmi við mannréttindasáttmála og grundvallarskilning flestra.

Ekki er deilt um trúarbragðakennslu.  Úrskurðað hefur verið að þátttaka í slíkri kennslu verði að vera valkvæð en Noregur reyndi að gera hana hlutlausa og að skyldu en á það hefur ekki verið fallist. Krafa er gerð um það að þeir sem ekki sækja slíka kennslu eigi að fá verðug verkefni en ekki látnir húka undir vegg.  Áður fyrr kenndu prestar það sem kallað var Kristinfræði. Hún er löngu aflögð og komin trúarbragðafræði í staðinn.

Á Íslandi hefur þessu verið fylgt (þó ekki alls staðar með verðug verkefni).  Trúboð fer ekki fram í skólum.  Þó hefur einn og einn kennari á landsbyggðinni farið með faðirvorið í upphafi kennslustunda. Sömuleiðis eru sums staðar sungnir sálmar og í leikskólum oft sömu lög og í sunnudagaskólanum..  Prestar hafa fengið að koma með tilkynnar sínar um fermingarstarf inn í bekki.  Sums staðar hafa þeim fengið afnot af skólahúsnæði til fermingarfræðslu (sérstaklega í heimavistarskólum þar sem börn fara heim um helgar). Þá hafa kennarar víða komið með krakka í kirkjur sérstaklega á aðventunni, kirkjuheimsóknir kallast það.

 Allt þetta hefur farið fram í mesta bróðerni.  Þá hafa prestar verið kallaðir til beri voða að höndum og eru sums staðar í áfallateymum skólanna.

Mannréttindaráðið fer offari.

Drög mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúmál og skóla vekja upp margar spurningar. (Drögin má finna víða á netinu og í blöðum). Ráðið fer að mínum dómi offari. Í staðinn fyrir að leitast við að uppgötva samfélagið eins og það er, er eins og það eigi að reyna að loka það af frá skólunum.   Þetta er hugsanavilla. Hvers vegna má t.d. ekki dreifa Kóraninum í skólum?  Mikið yrði ég glaður ef barnið mitt kæmi heim með Kóraninn í íslenskri þýðingu.  Af hverju er Kóraninn og Biblían nefnd í sömu andrá og auglýsingabæklingar? Ætlar einhver að vera töff.  Sýna svolitla lítilsvirðingu?

Af hverju verður fermingarfræðsla að fara fram utan skólatíma?   Númer eitt: Hvað er skólatími?  Hvers vegna má ekki presturinn semja við skólann um að fá hluta úr eftimiðdegi til þess að ná börnunum?  Hvers vegna getur skólinn ekki sýnt liðlegheit?  Vita ráðsmenn að skólinn fyllir sjálfur upp í öll göt með valkennslslu, sérkennslu þannig að varla er mínúuta milli 8 og 4 þar sem einhver er ekki alltaf upptekin.

Hvaða hroki er það að lána ekki einn eða tvo daga til fermingarferðalags með samþykki foreldra.  Í mínu umdæmi vilja öll börn fara í slíkt ferðalag og fyrir börn sem ekki ætla að fermast er þetta jafnvel enn meira ævintýri en fyrir hin. Ferðast börnin í Reykjavík of mikið? Er of mikil tilbreyting?

Hvers vegna má ekki ,,samþætta“ notkun á skólahúsnæði ef þannig stendur á.  Hvers lags hroki er þetta eiginlega.

Hvaða hroki er þetta að ætla að taka fyrir kirkjuheimsóknir.  Ætlar mannréttindaráðið að læsa skólana inn í einhverjum filabeinsturni.  Af hverju ætti barnið mitt ekki að fara í kirkuheimsókn á aðventunni?  Af hverju mætti ekki fara í mosku væri hún tiltæk?  Eð Búddahof?  Á að ala hér upp einhver eyðiumerkurbörn?

Steininn tekur úr þegar mannréttindaháðið telur presta ekki til fagaðila þegar um er að ræða sálræn áföll eða sorrgarviðburði eins og við skulum kalla það. Það er lífsvinna presta að sinna sjúkum og sorgmæddum, umgangast fólk sem hefur orðið fyrir áföllum og sorg. Hugsanavillan hjá mannréttindaráinu er að leggja presta að jöfnu við forstöðumenn lífskoðunarfélaga en það getur verið ýmiskonar fólk. Prestar íslensku þjóðkirkjunnar og fríkirknanna eru allir mjög vel menntaðir og hafa langflestur aflað sér dýrmætrar reynslu.  Að þessum sömu áfallamálum koma þeir yfirleitt á vettvangi, á heimili, í sjúkrahúsi og því miður stundum síðast í kirkju. Má þá prestur koma í skóla að tikynna dauðsfall? Eða þarf það að vera ,,fagaðili“?

Mér finnst vanvirðingar gæta í þessu plaggi í garð þjóðkirkjunnar, presta og trúarbragða almennt. Ég hef fengist við línulagnir í þessum málum í einum tólf ríkjum Evrópuráðsins og alls staðar eru sömu spurningarnar uppi.  Hvernig getum við tryggt réttindi minnihlutahópa þegar kemur að trúarbrögðum.  Leiðin er yfirleitt sú að tryggja þeim jafnan rétt og meirihlutatrúarbrögðum en ekki að sparka öllu draslinu út.  Skólinn verður auðvitað að vanda sig en hann getur ekki látið eins og hann sé staddur í félagslegu, menningarlegu og trúarlegu tómarúmi.

Við höfum meirihlutakirkju sem mun sennilega stabiliseast í svona 70-80% þjóðarinnar þar sem þó milli 85og 95% þjóðarinnar munu þiggja þjónustu hennar.  Hún sjálf er umburðarynd í boðun sinni og í garð annarra. Það má gagnrýna og deila um fjárhagsleg tengsl hennar við ríkið en að láta eins og vel menntaðir starfsmenn hennar séu ekki fagmenn þegar kemur að áföllum og að hús hennar séu pestarbæli er nægilegt til að ígrunda alvarlega kosningafyrirkomulagið í Reykjavík og hvurs lags menniungarkimar hafa náð þar yfirhöndinni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (69)

  • Allir fótboltamenn tala
    Allir barnaníðingar tala

    Allir fótboltamenn eru barnaníðingar

    Briiiiiiiilljant hugsunarháttur Balzac, uppfundin sameiginleg breyta gerir X að Y og Y að X.

Höfundur