Sunnudagur 26.09.2010 - 14:51 - Lokað fyrir ummæli

Breytum fótboltanum!

Fótboltinn er orðinn of úthugsaður og um leið of harður og líkamlegur.  Leikmenn orðnir of massaðir.  Fínu, leiknu, lipru  mennirnir eru að hverfa.  Slíkir menn eru straujaðir niður.  (Nú er sigur Breiðabliks dæmi um hið gagnstæða-til hamingju Breiðablik). Einu sinni gátu menn meira að segja verið feitir og leiknir. Þá voru varnarmenn klunnalegir og latir og kunnu ekki að renna sér.  Samt horfum við á boltann. En það er ekki af ást á fegurð og brilljansí.  það er af sömu hvötum og við horfðum á ljón tæta í sig menn í Colosseum hér í gamla daga.

Mín tillaga er sú að fækka leikmönnum niður í sjö.  Þá geta fljótu, léttu, lipru leikmennirnir frekar hlaupið mössuðu bjálfana af sér.  Í landsleikjum ætti hluti leikmanna að vera yfir fimmtugu þar af einn yfir sjötugu og jafnvel áttræðu. Þannig myndi fást betri þverskurður af getu þjóðar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Þetta var mjög ábyrgðarlasu færsla, Kristín. Kv. baldur

Höfundur