Mánudagur 20.09.2010 - 21:48 - Lokað fyrir ummæli

Hin mengandi áhrif öfganna!

Víða í Evrópu hefur öfgaflokkum vaxið fiskur um hrygg undanfarinn áratug en nær alls staðar hefur dregið úr fylgi þeirra aftur. Uppgangur þeirra í Svíþjóð þarf því ekki að koma á óvart. Þar eins og víðast spila þeir inn á óttann við innflytjendur.  Afleiðingin er meiri úlfúð, tortryggni og óumburðarlyndi.  Í Svíþjóð eins og nær alls staðar annars staðar einangrast þessir flokkar því að aðrir neita að vinna með fólki hvers málflutningur minnir á sumt það versta í sögu 20. aldarinnar.  Meginflokkar hafa hins vegar talið sig þurfa að taka upp sumt úr ,,rhetoric“ þessara flokka til þess að missa ekki til þeirra fylgi. Það eru hin hættulegu hliðaráhrif. Þau mengandi áhrif sem öfgarnar hafa á umræðuhefð þjóðfélagsins. Hún verður óvilhallari innflytjendum, hælisleitendum og minnihlutahópum en áður með þeim afleiðingum að andrúmsloftið verður verra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Guðmundur Pétursson

    Sorgleg viðbrögð.

  • Gústaf Níelsson

    Orð mín standa auðvitað Baldur og alveg óþarfi að vera með þetta yfirlæti, sem ykkur vinstrimönnunum er svo eiginlegt af einhverjum ástæðum. Vel skil ég að taugaveiklun grípi um sig hjá yfirstéttarsósíalistum og femínistum,
    þegar hreyfing þeirra tapar umtalsverðu fylgi og það í sögulegu samhengi, og nú síðast í kosningum í Svíþjóð. Er þá gjarnan gripið til merkingarlausra orðaleppa, eins og þeirra að ofgahægriflokkar hafi sótt í sig veðrið. Er ekki tími til kominn að afleggja aulatal af þessari sort og horfa raunsætt á þróun mála? Ekkert gerist af ástæðulausu Baldur? Hvorki stjórnmálaþróun hér eða annars staðar.

Höfundur