Mánudagur 20.09.2010 - 21:48 - Lokað fyrir ummæli

Hin mengandi áhrif öfganna!

Víða í Evrópu hefur öfgaflokkum vaxið fiskur um hrygg undanfarinn áratug en nær alls staðar hefur dregið úr fylgi þeirra aftur. Uppgangur þeirra í Svíþjóð þarf því ekki að koma á óvart. Þar eins og víðast spila þeir inn á óttann við innflytjendur.  Afleiðingin er meiri úlfúð, tortryggni og óumburðarlyndi.  Í Svíþjóð eins og nær alls staðar annars staðar einangrast þessir flokkar því að aðrir neita að vinna með fólki hvers málflutningur minnir á sumt það versta í sögu 20. aldarinnar.  Meginflokkar hafa hins vegar talið sig þurfa að taka upp sumt úr ,,rhetoric“ þessara flokka til þess að missa ekki til þeirra fylgi. Það eru hin hættulegu hliðaráhrif. Þau mengandi áhrif sem öfgarnar hafa á umræðuhefð þjóðfélagsins. Hún verður óvilhallari innflytjendum, hælisleitendum og minnihlutahópum en áður með þeim afleiðingum að andrúmsloftið verður verra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Thad er full àstæda til ad vera à vardbergi gagnvart ìslamìseringu Vesturlanda. Hvet fòlk til ad lesa nyùtkomna bòk Thilo Sarrazins, Deutschland schafft sich ab, sem fjallar m.a. um ad mùslìmar eru ad leggja undir sig Thyskaland. Fòlk mà ekki segja skodun sìna, thà er thad stimplad sem rasistar. Èg fagna thvì, ad Svìar skuli loks vera ad vakna og òska Svìthjòdardemòkrötum til hamingju med sigurinn.

  • Baldur Kristjánsson

    Kæru kommenterar. Þetta er tilfinningahlaðin ,,íslensk“ umræða hjá ykkur sem mörg þykist vera miklir kunnáttumenn og hafa yfirsýn. Minn pistill gæti verið tekinn upp úr ársskýrslu ECRI sem er sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um kynþáttamálefni. Ræðið þetta málefnalega og hættiði þessu persónulega tuði. BKv. baldur

  • Gústaf Níelsson

    Þvælan í þér Baldur minn er nú ekkert merkilegri þótt þú skýlir þér á bak við skýrslu ECRI þar sem sitja sjálfskipir sérfræðingar um kynþáttamálefni. Vel á minnst situr þú ekki einmitt í þessari sérfræðinganefnd? Heimskan er ekkert skárri þótt hún eigi rætur sínar í fínum skýrslum frá útlöndum.

  • Vertu kurteis Gústaf! Bkv. Baldur

Höfundur