Mánudagur 20.09.2010 - 09:03 - Lokað fyrir ummæli

ECRI um Roma börnin!

Sjálfsagt og rétt er að mótmæla meðferð á Roma börnum þó ástandið sé tæpast jafn slæmt í Slóvakíu og annars staðar í Evrópu. Roma börn í Slóvakíu eru hlutfallslega fleirri í ,,special elementary schools for disabled children“ en önnur börn. Þetta á sér stað eiginlega alls staðar í mið-Evrópu. ECRI- eftirlitsnefnd Evrópuráðsins um rasisma setur puttannn á þetta mjög víða svo sem í löndum Balkansskagans, Rúmeníu, Búlgaríu og jafnvel í Eistlandi þar sem Roma eru þó mjög fáir. Yfirvöld þráast víða við að viðurkenna þetta enda virðist um að ræða inngróna skekkju í hugsun fagaðila. Málin eru þó byrjuð að mjakast t.d. samþykkti Slóvakíska þingið áætlun árið 2008 sem m.a. tekur á þessu. Hvað sem verður um efndir. En látum þessa kalla heyra það þegar þeir koma og ekki bara gaurinn frá Slóvakíu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ég geri ráð fyrir að svipað sé uppi á teningnum með Roma/Romani börn í ýmsum löndum, skortur á ákveðnu menningarlæsi talið til merkis um skort á greind.

  • Baldur Kristjánsson

    Rétt. Kv. B

  • marco (í táradalnum)

    Er þetta rétt?

    Ég trúi þessu illa upp á Norðmenn og held að mín greining sé örugglega nær sannleikanum.

    Sorrý.

Höfundur