Föstudagur 17.09.2010 - 22:22 - Lokað fyrir ummæli

Óhuggulegur þankagangur hluta landsmanna.

Hreyfingin leggur til að Heimspeki verði sett inn í aðalnámskrá grunnskóla. Gott mál, en þetta þarf að skilgreina betur.  Fyrst og fremst þarf að kenna börnum meiri siðfræði og að þekkja rasisma og hvernig á að bregðast við honum. Óhuggulegur þankagangur hluta landsmanna kemur æ betur í ljós. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt þetta en þau hunsa allt  sem nær út fyrir daginn.  Þessi ríkisstjórn er þó líklega skárri en þær sem fyrir voru.  Sérstaklega miðað við þau gríðarlegu verkefni sem hún tekst á við.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Baldur Kristjánsson

    Takk fyrir kommentin. Það er til fyrirmyndar að þingmaður útlisti sitt mál. Hreyfingin er hér með gott mál. (allt má útfæra betur). Gott væri að geta kennt nógu mikla heimspeki og þar með siðfræði. Hólmfríður. Ég vildi að foreldrar væru börnum sínum góðar fyrirmyndir en þegar kemur að rasisma láta fullorðnir því miður vaða á súðum. Einhvers staðar þarf að grípa inn í.

  • Hólmfríður Pétursdóttir

    Já, Baldur, auðvitað verðum við að reyna. Ég gæti sagt þér margar sögur. Mér er minnisstætt þegar ég heyrði einn nemanda segja stundarhátt:Ég held bara að hann pabbi sé rasisti.“
    Þá var ég búin að nota margar kennslustundir í að tala um ástæður fordóma og og álíka marga í afleiðingar þeirra og reyna að fá unga fólkið til að nefna mér afleiðingar fordómanna.
    Svo verður gamall kennari bara að treysta því að eitthvað sitji eftir.

  • Hrafn Arnarson

    Það getur verið ágætt að kenna heimspeki en tilgangurinn þarf að vera ljós. Ef við segjum að tilgangurinn sé að auka umburðarlyndi og gera börn og unglinga færari um að lifa í fjölmenningarsamfélagi þá þurfum við að kenna heimspeki í samræmi við það. Það kemur að sjálfsögðu eins til greina að kenna félagsfræði eða sálfræði með sömu markmið í huga. Heimspekingar eru börn síns tíma. Aristoteles hafði t.d. ekkert að athuga við þrælahald. En hann er auðvitað einn af risunum í heimspekinni.

  • Erlingur Loftsson

    Baldur og fleiri. Þarf ekki bara að auka fræðslu í kristnum fræðum meðal unglinga og háskólaborgara og útlista betur hvaða siðferðisboðskapur fellst í boðorðunum tíu? – Það hefur læðst að mér sú hugsun að „útrásarvíkingarnir“ og fleira fólk í fjármálageiranum og opinberum embættum, hafi hlaupið yfir þann kafla í menntun sinni,-forðum daga og það sé einn þátturinn í því hvernig komið er fyrir þjóðinni í dag.- Er nema von að manni detti þetta í hug eftir fréttaflutning úr opinberu lífi, síðustu tvö árin ??

Höfundur