Fimmtudagur 16.09.2010 - 22:22 - Lokað fyrir ummæli

Ómar rændi brúðhjónum.

Ég ætla í dag að óska Ómari Ragnarssyni til hamingju með sjötugsafmælið.  Ómar er ekki einhamur eins og við vitum. Ég hef örsjaldan séð hann skemmta nema þá í sjónvarpi.  Ég hef aldrei flogið með honum. Ég hef aldrei unnið með honum, beinlínis.  En ég hef hlustað á hann flytja erindi um sálma og þar hefðu fáir menntaðir sálmaguðfræðingar gert betur og ég hef heyrt hann prédika í kirkju og það var meiriháttar prédikun.  Ég hafði ekki við að íhuga meðan margir hlógu. Tveggja þrepa prédikun. Verulega fáir guðfræðingar hefðu jafnað það.  Einna helst Einar á Kálfafellsstað. Og ég hef gift með honum.  Í miðri ceremóníu kom hann á einhveri fíatlús, stökk upp um þakið og rændi brúðhjónunum. Þau voru búinað segja Já, en höfðu ekki kysst.  Ég efast ekkert um að úr því hefur verið (vel)bætt í aftursæti lúsarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur