Föstudagur 17.09.2010 - 22:22 - Lokað fyrir ummæli

Óhuggulegur þankagangur hluta landsmanna.

Hreyfingin leggur til að Heimspeki verði sett inn í aðalnámskrá grunnskóla. Gott mál, en þetta þarf að skilgreina betur.  Fyrst og fremst þarf að kenna börnum meiri siðfræði og að þekkja rasisma og hvernig á að bregðast við honum. Óhuggulegur þankagangur hluta landsmanna kemur æ betur í ljós. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt þetta en þau hunsa allt  sem nær út fyrir daginn.  Þessi ríkisstjórn er þó líklega skárri en þær sem fyrir voru.  Sérstaklega miðað við þau gríðarlegu verkefni sem hún tekst á við.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Erlendur Fjármagnsson

    Munt eiga við 35% landsmanna?

  • Sæll Baldur.
    Þetta þarf í raun ekkert að skilgreina betur. Við leggjum til að tekin verði upp kennsla í heimspeki og á framhaldsskólastigi og fyrir hvort skólastig verði kenndur að meðaltali einn áfangi á hverju skólaári. Það er ansi mikið af heimspeki og ætti að gera kennurum kleift að koma að grunnhugmyndum allra megin hugsuða heimspekinnar. Siðfræði og lógík er e.t.v. það mikilvægasta en það verður samt nóg pláss fyrir Aristoteles, Spinoza, Russell og Sartre og fleiri að auki.

  • Hólmfríður Pétursdóttir

    Baldur, fyrst og fremst þurfa foreldrar að vera börnum sínum góðar fyrirmyndir.
    Ég hef langa reynslu af því að kenna um fordóma, og komst fljótlega að því að það sem ég var að segja m.a. um rasisma var í andstöðu við skoðanir á heimilum sumra unglinganna.
    Þrátt fyrir heiðarlega viðleitni til að kenna siðfræði og plokka úr fólki fordóma, held ég að vænlegra sé að rækta viðhorf en kenna þau.
    Ég er nokkuð viss um að allir hefðu gott af því að taka nokkra mánuði í heimspeki, eins og einu sinni var.

  • Vel mælt hjá Hólmfríði, sérstaklega um að rækta viðhorf og hlutverk foreldra.

    Siðfræði og rökfræði vantar sárlega inn í íslenska menntakerfið, enda hafa atburðir síðustu missera glögglega sýnt að á þessum sviðum vantar mikið uppá hjá þjóðinni. Þetta er hægt að kenna í skólum en það breytir því samt ekki að ábyrgð foreldra er mikil, þeir gegna lykilhlutverki í að rækta viðhorf barna sinna (eða alla vega eiga að gera það!)

Höfundur