Mánudagur 20.09.2010 - 09:03 - Lokað fyrir ummæli

ECRI um Roma börnin!

Sjálfsagt og rétt er að mótmæla meðferð á Roma börnum þó ástandið sé tæpast jafn slæmt í Slóvakíu og annars staðar í Evrópu. Roma börn í Slóvakíu eru hlutfallslega fleirri í ,,special elementary schools for disabled children“ en önnur börn. Þetta á sér stað eiginlega alls staðar í mið-Evrópu. ECRI- eftirlitsnefnd Evrópuráðsins um rasisma setur puttannn á þetta mjög víða svo sem í löndum Balkansskagans, Rúmeníu, Búlgaríu og jafnvel í Eistlandi þar sem Roma eru þó mjög fáir. Yfirvöld þráast víða við að viðurkenna þetta enda virðist um að ræða inngróna skekkju í hugsun fagaðila. Málin eru þó byrjuð að mjakast t.d. samþykkti Slóvakíska þingið áætlun árið 2008 sem m.a. tekur á þessu. Hvað sem verður um efndir. En látum þessa kalla heyra það þegar þeir koma og ekki bara gaurinn frá Slóvakíu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þetta er ekkert einsdæmi fyrir þau lönd sem talin eru upp í ECRI skýrslunni. Í nýlegri norskri rannsókn kom fram að börn innflytjenda þar í landi eru gjarnan sett í sér skólabekki fyrir börn með þroskafrávik, vegna þess að staðlað greindarpróf er hannað fyrir börn með norsku sem móðursmál og norskan menningarbakgrunn. Óhugnanlega hátt hlutfall vel greindra innflytjendabarna eru þannig stimpluð sem vægt þroskaheft og fara því á mis við menntun við hæfi. Sjá http://www.forskning.no/artikler/2010/august/257853

  • marco (í táradalnum)

    Ég skil þetta ekki alveg.

    „Í nýlegri norskri rannsókn kom fram að börn innflytjenda þar í landi eru gjarnan sett í sér skólabekki fyrir börn með þroskafrávik, vegna þess að staðlað greindarpróf er hannað fyrir börn með norsku sem móðursmál og norskan menningarbakgrunn.“

    Er þetta ekki eðlilegt? Eru þau ekki að flytja til Noregs og norska ríkið að kosta meira til þeirra en annara barna til að auðvelda þeim aðlögun að norskum gildum og stöðlum?

    Er eðlilegt að Norðmenn greiði fyrir menntun allra menningarheima með eigin móðurmáli og með sama hætti og þau fá í heimalandinu?

    Mér finnst það ekki.

  • Baldur Kr.

    Þetta er ekki eðlilegt marco. punktur, basta. Kv. B

  • Marco þú hefur misskilið út á hvað þetta gengur. Þessi börn eru hreinlega afskrifuð sem þroskaheft og þess vegna fá þau ekki þá kennslu sem gæti gefið þeim tækifæri til að pluma sig í landinu. Greindarprófin sem eru lögð fyrir skólabörnin ganga út frá að þau eigi að þekkja t.d. þjóðhátíðardaginn, hvenær landið fékk sjálfstæði, af hverju er haldið upp á páska. „Röng“ svör eru talin gefa til kynna afbrigðilega lága greind. Það er ekki verið að auðvelda þessum börnum að aðlaga sig norskum gildum og stöðlum, heldur einmitt verið að hindra börnin í að tileinka sér þau, með því að setja þau í sérbekki fyrir þroskahefta þótt þau séu yfir meðalgreind.

Höfundur