Færslur fyrir september, 2010

Fimmtudagur 16.09 2010 - 22:22

Ómar rændi brúðhjónum.

Ég ætla í dag að óska Ómari Ragnarssyni til hamingju með sjötugsafmælið.  Ómar er ekki einhamur eins og við vitum. Ég hef örsjaldan séð hann skemmta nema þá í sjónvarpi.  Ég hef aldrei flogið með honum. Ég hef aldrei unnið með honum, beinlínis.  En ég hef hlustað á hann flytja erindi um sálma og þar hefðu fáir […]

Þriðjudagur 14.09 2010 - 20:01

Hópur af skrælingjum?

 Útlendingar eru farnir að flýja land vegna ofsókna.  Fólk sem sýnilega er af erlendum uppruna kvartar undan einelti, störun og misrétti.  Fólk sem er svart á litinn hefur sagt mér ljótar sögur af framkomu Íslendinga.  Hvað er í gangi?  Miðar okkur afturábak? Fer skrælingjahópurinn hér stækkandi? Og þegar Múslimar fá loks leyfi til að byggja […]

Mánudagur 13.09 2010 - 16:47

Er það besta fólkið sem fer?

Það var aldrei talað um Vesturfarana í mínu ungdæmi (1955-1970 var mitt ungdæmi).  Ég held að fólk hafi haft tvíbenta afstöðu til þeirra.  Annars vegar öfundað þá svolítið fyrir að hafa drifið sig. Hins vegar haft ákveðna skömm á þeim.  Það sem gerðist (held ég) að Vesturfararnir voru bældir í menningunni og þar með minningunni. […]

Sunnudagur 12.09 2010 - 16:00

Er ekki skylda manns að flytja?

Er ég hugsa til framtíðar og þá til framtíðar barnanna minna þá er sennilega ábyrgðarhluti af mér að flytja ekki til Noregs.  Ber mér ekki skylda til þess að sjá til þess  að börnin mín  geti alist upp  í skipulegu samfélagi,  samfélagi fjölbreyttra möguleika þar sem fagmennska ræður ríkjum en ekki geðþótti, fámenni, klíkuskapur og […]

Laugardagur 11.09 2010 - 23:50

Getur maður þjónað tveimur herrum?

Guðspjall dagsins þarfnast ekki skýringa.  Það er holl lesning fyrir þá sem reyna að þjóna tveimur herrum og einnig fyrir þá sem hafa áhyggjur af morgundeginum.  Því miður eru það of margir bæði hérlendis en miklu fremur um víða veröld. ,,Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan […]

Föstudagur 10.09 2010 - 21:21

Bókabrennur og málfrelsi í Danmörku!

Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn.  Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og  Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan […]

Miðvikudagur 08.09 2010 - 19:38

Flottir Hvergerðingar og kyrrstæðir sunnlendingar!

Hvergerðingar hafa eignast fínan bæjarstjóra svona holdgerfing plássins.  Hveragerði og Aldís Hafsteinsdóttir renna saman í eitt í vitund manns. Og nú hafa Hvergerðingar gert það sem ég vildi að Ölfusingar gerðu:  fara fram á viðræður um að fá hitaveituna aftur en Ölfusingar eins og Hvergerðingar glöptust á að selja auðlind sína til Orkuveitu Reykajvíkur á þeim […]

Miðvikudagur 08.09 2010 - 09:13

Að drepa Krist!

Spámenn Gamla Testamentisins horfðu fram á veginn og spáðu fyrir um Messías.  Hefðu þeir horft til baka, inn í fortíðina þá hefði Kristindómur aldrei orðið annað en Gyðingdómur,  staðnað við boðorðin 10 og brottförina frá Egyptalandi.  Jenis av Rana, Snorri í Betel og aðrir slíkir eru fastir í gömlum kreddum, horfa til baka, það vantar […]

Þriðjudagur 07.09 2010 - 16:08

Sneisafull kirkja/himneskur hrollur!

Það var yfirfull kirkja þegar ég messaði á sunnudaginn var.  Setið í hverju sæti og viðbótarstólar í gangvegi.  Það var enginn mættur frá sjónvarpinu. Samt var flutt ágætis pédikun eftir Elísabetu Jóhönnu Eiríksdóttur húsfreyju í Vogsósum í  Selvogi. Það var góð prédikun. Jóhanna er sjálfmenntaður, þýsk-íslenskur guðfræðingur, húsfreyja, blómakona, bóndi.  Afi hennar þýddi passíusálma Hallgríms á […]

Laugardagur 04.09 2010 - 11:52

Er ótti bænda ekki ástæðulaus?

Þorsteinn Eggertsson rithöfundur og ljóðskáld tekur skemmtilega samlíkingu þegar hann gagnrýnir þann ofsaáróður sem rekinn er gegn ESB..  Líkir hann stöðunni við það að íbúar minnsta hússsins  í götunni vili ekki vera fullgildir meðlimir í samstarfi íbúanna í götunni heldur vilji allt sér. Af því að forysta yngri og eldri bænda beitir sér það taumlaust […]

Höfundur