Mánudagur 13.09.2010 - 16:47 - Lokað fyrir ummæli

Er það besta fólkið sem fer?

Það var aldrei talað um Vesturfarana í mínu ungdæmi (1955-1970 var mitt ungdæmi).  Ég held að fólk hafi haft tvíbenta afstöðu til þeirra.  Annars vegar öfundað þá svolítið fyrir að hafa drifið sig. Hins vegar haft ákveðna skömm á þeim.  Það sem gerðist (held ég) að Vesturfararnir voru bældir í menningunni og þar með minningunni.

Síðar komust þeir í svolitla (tímabundna)tízku en það er önnur saga.

Ég held að við höfum sömuleiðis tvíbenta afstöðu til þeiira sem flytja núna. Þeir eru svolítið dáðir en forsmáðir af fleirum sem fólk sem hafi komið sér í (fjárhagslegt) klandur eða fólk sem skorti staðfestu eða ættjarðarást og þess vegna :,,gott að það fór.“  Farið hefur fé betra syndrómið.

Er það ekki yfirleitt ,,besta“ fólkið sem fer.  Hugrakkasta, gáfaðasta fólkið, fólk í yngra kantinum?  Þeir með þunga afturendann eða heimska hausinn sitja eftir í súpunni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Baldur. Ég er nú ekki sammála þér að málið sé svona svart. Það er fullt af stjórnmálamönnum og fólki sem berst gegn álversfíkninni og sem er að berjast gegn LíÚ. Held því að þetta sé ekki svona svart. Málið er aðallega, hverjir sigra þann bardaga. Og meðan fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn blint að þá breytist mjög lítið.

    Svo er auðvitað mjög mikill ókostur hvað „órólega deildin“ innan VG er hávær og valdamikil. Af hverju þarf t.d Lilja Mósesdóttir að hlaupa í fjölmiðla í hvert skipti sem hún er ósammála ríkisstjórninni? Það er eins og þetta lið átti sig ekki á því hversu mikinn skaða það er að valda.

    En eins og ég hef áður sagt hér, það er fullt af góðu fólki hér á landi og það engin ástæða til að örvænta yfir framtíðinni.

  • Adalsteinn

    Senda alla frystitogara af 12 mílunum, út fyrir 200 mílur,
    leyfa frjálsar handfæra veiðar. Þetta mundi skapa
    bullandi góðæri hjá Íslendingum og jafna lífskjör fólks.
    Eftir hverju bíðið þið ?

  • @María: ,,Það þarf að fá kvótaeigendur til að borga meira til samfélagsins þá leysist allt.“

    Kvótaeigendur?

    Hvaða helvítis kvótaeigendur?

Höfundur