Þriðjudagur 07.09.2010 - 16:08 - Lokað fyrir ummæli

Sneisafull kirkja/himneskur hrollur!

Það var yfirfull kirkja þegar ég messaði á sunnudaginn var.  Setið í hverju sæti og viðbótarstólar í gangvegi.  Það var enginn mættur frá sjónvarpinu. Samt var flutt ágætis pédikun eftir Elísabetu Jóhönnu Eiríksdóttur húsfreyju í Vogsósum í  Selvogi. Það var góð prédikun. Jóhanna er sjálfmenntaður, þýsk-íslenskur guðfræðingur, húsfreyja, blómakona, bóndi.  Afi hennar þýddi passíusálma Hallgríms á þýsku.  Þetta var uppskerumessa.  Grænmetisskreyting fyrir altari fyrir framan prestinn (tvöfalt grænmeti við altarið). 

Eftir messu voru tónleikar Bjargar Þórahallsdóttur og Elísabetar Waage.  Björg saung,  Elísabet spilaði á hörpu.  Í lok tónleikanna þegar þær stöllur fluttu Ave Maríu, Kaldalóns stífnuðu  kirkjugestir upp í hrifningu og aðdáun, himneskur hrollur fór um alla.  Lítil börn hættu að gráta, fuglar að tísta, hryglan hvarf úr gamalmennum, brimhljóð hafsins heyrðist ekki meir, útifyrir datt í dúnalogn.  Síðan hefur lífið verið hálf bragðdauft.  Maður má ekki reyna of mikið of snemma.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Margrét

    Falleg frásögn. Himneskur hrollur. Er það ekki það sem frelsaðir kalla Heilagan anda?

  • Baldurkr

    Takk fyrir leiðréttinguna. Ég nota þetta nú alltaf rétt og það var uppreisn í mér þegar ég skrifaði þetta og ég hugsaði sem svo að Vogsósar væru líka við Selvog. En það er ekki rétt að koma á ruglingi. Ef færslan skyldi verða heimsfræg er betra að hafa hana rétta.Kv . b

  • @Baldur Kristjánsson:

    ,,Í lok tónleikanna þegar þær stöllur fluttu Ave Maríu, Kaldalóns stífnuðu kirkjugestir upp í hrifningu og aðdáun, himneskur hrollur fór um alla. Lítil börn hættu að gráta, fuglar að tísta, hryglan hvarf úr gamalmennum, brimhljóð hafsins heyrðist ekki meir, útifyrir datt í dúnalogn. Síðan hefur lífið verið hálf bragðdauft. Maður má ekki reyna of mikið of snemma.“

    Vel mælt.

  • Baldurkr

    Batnandi manni er best að……Kv. b

Höfundur