Laugardagur 04.09.2010 - 11:52 - Lokað fyrir ummæli

Er ótti bænda ekki ástæðulaus?

Þorsteinn Eggertsson rithöfundur og ljóðskáld tekur skemmtilega samlíkingu þegar hann gagnrýnir þann ofsaáróður sem rekinn er gegn ESB..  Líkir hann stöðunni við það að íbúar minnsta hússsins  í götunni vili ekki vera fullgildir meðlimir í samstarfi íbúanna í götunni heldur vilji allt sér.

Af því að forysta yngri og eldri bænda beitir sér það taumlaust gegn Evrópusambandinu að margir lesendur bændablaðsins missa svefn af hræðslu við hugsanlega  aðild mætti taka það dæmi að fólkið á minnsta bænum í sveitinni vildi  ekki taka þátt í samstarfi  félagsheildarinnar, gæfi ekki kost á sér í sveitarstjórn og fjallskilanefnd en yrði þó engu að síður að taka þátt í leitum, vatsveitu og öðru slíku, og væri bundið helstu samþykktum án þess að vilja hafa nokkur áhrif á þær. Fólkið á bænum væri sannfært um að sveitungarnir vildu þeim ekkert nema illt eitt, ásældust heimalöndin, túnin, dráttarvélarnar og kýrnar.  Spurðir af hverju það hefði ekki gerst á öðrum bæjum að þeir stóru ryddust  yfi r hina minni verður fátt um svör og vantrúarsvipur færist yfir þegar það er nefnt að samstarfið væri einmitt byggt upp með það í huga að hindra slíkt.

Annars held ég að breytingar verði á íslenskum landbúnaði við inngöngu, sumar greinar munu styrkjast meðan aðrar veikjast. En þessar breytingar verða hvort sem er vegna alþjóðlegrar þróunar og gætu komið illa við bændur ef við kjósum að standa utan við ESB þar sem ýmis konar sérstakar ástæður verða innan sambandsins  taldar okkur til tekna og áhersla ESB á menningu og sérstöðu svæða koma  okkur til góða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Baldurkr

    Sæll Ballzac! Þetta er ágætis setning, punktalaus en rökleg og skiljanleg. Aldrei myndi ég koma með svona komment inn á annarra manna síður. Hefur þú vanið þig á að reyna að gera lítið úr fólki nafnlaust eða undir fullu nafni? Líður þér vel þegar þú heldur að öðrum líði illa? Hingað til hef ég lesið athugasemdir þínar með áhuga en ekki lengur.
    Þú ert ekki velkominn hingað lengur.
    Kveðjulaust
    Baldur

  • Bölvað væl er þetta, Baldur.

    Þér væri sæmra að hugleiða ábendinguna, þótt hvöss sé.

    Enginn verður óbarinn biskup.

  • Serafina

    Held að fólk eigi ekki að láta þröngsýni fámenns sérhagsmunahóps hafa áhrif á afstöðu sína. Þar af leiðandi eigi ekki að gera neitt með þetta svartagallsraus. Almennt launafólk er búið að fá upp í háls af því að bera drápsklyfjar í sköttum og hærra vöruverði vegna þessarar fáránlegu stefnu í landbúnaðarmálum, sem klíka helmingaskiptaflokkanna hefur viðhaldið hérlendis alltof lengi. Það er kominn tími til að við fáum aðgang að matvöru á viðunandi verði og með viðunandi gæðum. Gæði íslenskra landbúnaðarvara eru nefnilega alls ekki á því hástigi, sem þjóðrembuhrokagikkir landbúnaðarmafíunnar halda fram.

  • Þið aðildarsinnar eruð bara svo miklir heimskingjar og hrokagikkir. Þið getið ekki talað með rökum.

    Guð fyrirgef þeim því þeir eru fokking stúpid.

Höfundur