Föstudagur 10.09.2010 - 21:21 - Lokað fyrir ummæli

Bókabrennur og málfrelsi í Danmörku!

Það er gott að þessi brjálaði prestur skuli hættur við að brenna Kóraninn.  Það er alltaf slæmt að brenna bækur sem ennþá má lesa. Klerkur hætti við þetta eftir áskorun m.a. frá öðrum klerkum og  Obama forseta. Maður gamblar ekki með mannslíf sagði forsetinn réttilega og benti á að amerískir dátar yrðu drepnir í Afgnaistan og Írak sem hefnd fyrir tiltækið.  Með þessu er Obama að hefta málfrelsi.

Það myndu sennilega þeir segja sem vörðu rétt Jótlanspóstsins að birta skrípamyndir af Múhamed spámanni hér um árið.  Þær myndbirtingar sem voru valkvæðar eins og bókabrennan kostuðu örugglega nokkur mannslíf.  Þær voru varðar á grundvelli málfrelsis.

Hver er munurinn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Gústaf Níelsson

    Vel kann það að vera að þér líki ekki sjónarmið mín og skoðanir. Þá verður það svo að vera. En að þetta tvennt lúti sérstakri umræðuhefð gat mér ekki hugkvæmst. Ég er eiginlega upp með mér. Er það slæm eða góð umræðuhefð að andmæla þér? Er það af hinu illa að benda á að þú skulir jafnan taka upp málstað hins illa sé það í boði? Það hefur þú margoft gert, en auðvitað erum við ekki sammála um það frekar en flest annað.
    Með bestu kveðju.

Höfundur