Mánudagur 23.01.2012 - 20:05 - Lokað fyrir ummæli

Andskotans rugl er þetta!

Ekki hverfur óbragðið yfir afskiptum Alþingis af máli sem er komið fyrir dómstól. Því meira sem ég hugsa málið því betri finnst mér lagadómgreind Bjarna heitins Benediktssonar, Ólafs heitins Jóhannessonar og Gunnars heitins Schram og eftir því verri dómgreindin Róberts Spanó og þeirra Alþingismanna sem halda því blákalt fram að Alþingi geti sótt mál til Landsdóms ef því sýnist  svo.

Setjum sem svo að Alþingi afgreiði mál til Landsdóms. Landsdómur  tekur málið fyrir og ákveður að kalla í vitnastúku hóp Alþingismanna. I staðinn fyrir að bera vitni gætu tilvonandi vitni tekið málið úr höndum dómaranna í þeim tilgangi  að fella það niður. Það ættu allir að sjá, líka Róbert Spanó, hvað það væri arfavitlaust.

Setjum sem svo að hinir ákærðu væru líka Alþingismenn  yrðu Alþingismenn aftur. Ekki þyrftu þeir að hafa áhyggjur. Samkvæmt lagaskilningi Spanó og meirihluta Alþingis tækju þeir málið einfaldlega úr höndum dómaranna.

Næst færum við þetta yfir á önnur mál til að jafnræðis sé gætt. Í kvöld stel ég brauði án áhættu. Eftir að mál mitt hefur verið dómtekið tek ég það einfaldlega úr höndum dómarans.

Andskotans rugl er þetta.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Baldur Kristjánsson

    Jóhann þú ferð líka í manninn?? skamm!

  • Karl Kristján Hafst Guðmundsson

    Það má reikna með að forsætisráðherrar framtíðarinnar horfi til þessa ólukkumáls og taki sér meiri völd til þess að forðast það að andstæðingar þeirra hendi þeim fyrir Landsdóm í stað þess að þakka þeim vel unnin störf. Þannig færumst við frá lýðræði til þingræðis til foringjaræðis til einræðis. Veið erum langt á veg komin.

  • Ólafur Sveinsson

    Andskoti er andstæðingur

  • Flott Baldur, en mikið vildi ég geta „líkað“ við svar þitt til Andrésar…tær snild.

Höfundur